Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 19:08 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia. Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia.
Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira