„Ég gæti verið að deyja hérna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 09:00 Tom Lockyer ræddi við Jamie Redknapp á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Getty/Shaun Botterill/ Luton maðurinn Tom Lockyer viðurkenndi í viðtali við Sky Sports að hann hafi óttast það að hann væri að deyja þegar hann hneig niður í leik Luton á móti Bournemouth í desember. Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti