Sparar yfirlýsingar á ögurstundu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:08 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að mati formanns VR. Það skýrist á allra næstu dögum hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki. Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira