Ráku Gennaro Gattuso Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 14:31 Gennaro Gattuso er atvinnulaus á ný, rekinn frá franska félaginu Marseille, rúmu ári eftir að hann var rekinn frá Valencia. Getty/Stuart Franklin Franska fótboltafélagið Marseille hefur rekið þjálfara sinn Gennaro Gattuso. Gattuso varð á sínum tíma heimsmeistari með ítalska landsliðinu og ítalskur meistari með AC Milan en hann hefur ekki gert góða hluti sem þjálfari franska félagsins. Gattuso var aðeins búinn að þjálfa liðið í fimm mánuði en hann þurfti að taka pokann sinn eftir 1-0 tap á móti tíu mönnum hjá Brest. Það er líka rúmt ár síðan að hann missti starfið sitt hjá spænska félaginu Valencia. Gennaro Gattuso has been sacked.Gattuso and his staff have just been informed by Olympique Marseille boardabout their decision. pic.twitter.com/4KH1G2UtH1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Tapið um helgina þýðir að Marseille situr í níunda sæti deildarinnar með bara sjö sigra í 22 leikjum. Liðið er með 30 stig en liðið sem situr í þriðja og síðasta Meistaradeildarsætinu er með 39 stig. Gattuso var ekki sáttur eftir leikinn og sagði að liðið hefði náð botninum með þessu tapi. Þetta var sjötti deildarleikur liðsins í röð án sigurs. „Þegar þú ert kominn á botninn þá verður þú að taka ábyrgð á stöðunni. Þetta er mín ábyrgð. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Gattuso. „Stigataflan? Sannleikurinn er sá að við þurfum nú að fara að horfa niður fyrir okkur. Við getum ekki lengur talað um Evrópu. Við verðum að ná í nógu mörg stig til að tryggja okkur í deildinni,“ sagði Gattuso. Jean-Louis Gasset, fyrrum þjálfari landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, sem var rekinn í miðri Afríkukeppninni, er orðaður við starfið hjá Marseille. Fílabeinsströndin fór síðan alla leið og vann keppnina. Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Gattuso varð á sínum tíma heimsmeistari með ítalska landsliðinu og ítalskur meistari með AC Milan en hann hefur ekki gert góða hluti sem þjálfari franska félagsins. Gattuso var aðeins búinn að þjálfa liðið í fimm mánuði en hann þurfti að taka pokann sinn eftir 1-0 tap á móti tíu mönnum hjá Brest. Það er líka rúmt ár síðan að hann missti starfið sitt hjá spænska félaginu Valencia. Gennaro Gattuso has been sacked.Gattuso and his staff have just been informed by Olympique Marseille boardabout their decision. pic.twitter.com/4KH1G2UtH1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Tapið um helgina þýðir að Marseille situr í níunda sæti deildarinnar með bara sjö sigra í 22 leikjum. Liðið er með 30 stig en liðið sem situr í þriðja og síðasta Meistaradeildarsætinu er með 39 stig. Gattuso var ekki sáttur eftir leikinn og sagði að liðið hefði náð botninum með þessu tapi. Þetta var sjötti deildarleikur liðsins í röð án sigurs. „Þegar þú ert kominn á botninn þá verður þú að taka ábyrgð á stöðunni. Þetta er mín ábyrgð. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Gattuso. „Stigataflan? Sannleikurinn er sá að við þurfum nú að fara að horfa niður fyrir okkur. Við getum ekki lengur talað um Evrópu. Við verðum að ná í nógu mörg stig til að tryggja okkur í deildinni,“ sagði Gattuso. Jean-Louis Gasset, fyrrum þjálfari landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, sem var rekinn í miðri Afríkukeppninni, er orðaður við starfið hjá Marseille. Fílabeinsströndin fór síðan alla leið og vann keppnina.
Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira