Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2024 20:30 Thelma hefur það gott í Japan. Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. Hún hefur nú búið í Tókýó í hartnær áratug og kann ákaflega vel við japanska menningu sem hún segir að mörgu leyti ólíka þeirri íslensku. Á Íslandi sé viðurkenndara að hugsa fyrst og fremst um eigin hag en í Japan sé litið svo á að fólki skuli hugsa um hag heildarinnar. Þá er húsnæðismarkaðurinn gjörólíkur því sem við þekkjum. Í Tókýó er algengt að fólk búi í svokölluðum deilihúsum sem eru okkur Íslendingum framandi, með sameiginlegum klósettum og sturtum. En Thelma segir marga kosti við að búa í deilihúsi – fyrir utan að fyrir hana væri of dýrt að búa í einstaklingsíbúð, þótt hún sé í rúmlega fullri vinnu. „Það er svo dýrt að leigja í Tókýó miðað við launin og svo er það líka bara svo einmanalegt að vera í svona stórborg þannig að það er gott að koma heim og það er einhver til að taka á móti manni,” segir Thelma sem býr í stóru deilihúsi, þar sem hún deilir eldhúsi með um 40 öðrum leigjendum eins og sjá má í broti úr 2. þætti af Hvar er best að búa hér að neðan. Létu báðar drauminn rætast Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Thelmu og jafnöldru hennar Unni Söru Eldjárn en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Þær bjuggu til sín eigin tækifæri, eru báðar í listum, Unnur lifir á því að selja aðgang að fyrirlestrum um tónlist á netinu en Thelma kennir í leikskóla og sinnir almannatengslaverkefnum, fyrirsætustörfum og leiklist í Tókýó. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Japan Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Hún hefur nú búið í Tókýó í hartnær áratug og kann ákaflega vel við japanska menningu sem hún segir að mörgu leyti ólíka þeirri íslensku. Á Íslandi sé viðurkenndara að hugsa fyrst og fremst um eigin hag en í Japan sé litið svo á að fólki skuli hugsa um hag heildarinnar. Þá er húsnæðismarkaðurinn gjörólíkur því sem við þekkjum. Í Tókýó er algengt að fólk búi í svokölluðum deilihúsum sem eru okkur Íslendingum framandi, með sameiginlegum klósettum og sturtum. En Thelma segir marga kosti við að búa í deilihúsi – fyrir utan að fyrir hana væri of dýrt að búa í einstaklingsíbúð, þótt hún sé í rúmlega fullri vinnu. „Það er svo dýrt að leigja í Tókýó miðað við launin og svo er það líka bara svo einmanalegt að vera í svona stórborg þannig að það er gott að koma heim og það er einhver til að taka á móti manni,” segir Thelma sem býr í stóru deilihúsi, þar sem hún deilir eldhúsi með um 40 öðrum leigjendum eins og sjá má í broti úr 2. þætti af Hvar er best að búa hér að neðan. Létu báðar drauminn rætast Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Thelmu og jafnöldru hennar Unni Söru Eldjárn en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Þær bjuggu til sín eigin tækifæri, eru báðar í listum, Unnur lifir á því að selja aðgang að fyrirlestrum um tónlist á netinu en Thelma kennir í leikskóla og sinnir almannatengslaverkefnum, fyrirsætustörfum og leiklist í Tókýó. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Thelma býr í deilihúsi í Tókýó
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Japan Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira