Ekki tilbúin að sleppa taki af Kolaportinu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 06:01 Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrir utan Kolaportið. Vísir/Sigurjón Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins. Kolaportið hefur verið rekið hér á neðstu hæð Tollhússins í tuttugu ár. Nú er komið að tímamótum og það þarf að finna annað húsnæði fyrir starfsemina. Fyrir tæpum tveimur árum var ákveðið að öll starfsemi Listaháskóla Íslands yrði sameinuð í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og að Kolaportið þyrfti að víkja. Borgarstjórn vill ekki að með þessu hverfi eini almenningsmarkaður Miðbæjarins. Málið hefur verið til skoðunar innan borgarinnar um nokkurt skeið og hafa sex staðsetningar verið skoðaðar sérstaklega. Sú staðsetning sem borginni líst best á er Miðbakkinn við Reykjavíkurhöfn, beint á móti Tollhúsinu. Leita að réttum rekstraraðila Nú verður hins vegar framkvæmd markaðskönnun til að finna nýjan stað og nýja rekstraraðila fyrir markaðstorg. Að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra verða rekstraraðilar að taka mið af breyttu landslagi. „Hluti þessarar verslunar hefur færst annað. Fyrst fór það á netið, verslanir með notuð föt. Svo hafa sprottið upp þessar búðir, Barnaloppan og alls konar loppubúðir. Þetta er svona aðeins að gerjast en ég held að það sé gott að byrja með autt blað en sýn á það að við viljum hafa markað í Reykjavík,“ segir Einar. Kolaportið hefur verið rekið í Tollhúsinu síðastliðin tuttugu ár.Vísir/Sigurjón Kjörinn í borgarstjórn í Kolaportinu Og Kolaportið á sér sinn stað í hjarta Einars, til að mynda fór kosningavaka Framsóknarflokksins þar fram þegar Einar var kjörinn inn í borgarstjórn fyrir tveimur árum síðan. „Mér hefur alltaf þótt gaman að fara í Kolaportið. Það er ákveðin stemning og gaman að skoða. Stundum kaupa, kaupa harðfisk og svona,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má sjá klippu af ræðu Einars frá kosningavöku Framsóknarflokksins árið 2022. Klippa: Sigurreifur Einar heldur ræðu á kosningavöku Framsóknar Reykjavík Verslun Borgarstjórn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kolaportið hefur verið rekið hér á neðstu hæð Tollhússins í tuttugu ár. Nú er komið að tímamótum og það þarf að finna annað húsnæði fyrir starfsemina. Fyrir tæpum tveimur árum var ákveðið að öll starfsemi Listaháskóla Íslands yrði sameinuð í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og að Kolaportið þyrfti að víkja. Borgarstjórn vill ekki að með þessu hverfi eini almenningsmarkaður Miðbæjarins. Málið hefur verið til skoðunar innan borgarinnar um nokkurt skeið og hafa sex staðsetningar verið skoðaðar sérstaklega. Sú staðsetning sem borginni líst best á er Miðbakkinn við Reykjavíkurhöfn, beint á móti Tollhúsinu. Leita að réttum rekstraraðila Nú verður hins vegar framkvæmd markaðskönnun til að finna nýjan stað og nýja rekstraraðila fyrir markaðstorg. Að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra verða rekstraraðilar að taka mið af breyttu landslagi. „Hluti þessarar verslunar hefur færst annað. Fyrst fór það á netið, verslanir með notuð föt. Svo hafa sprottið upp þessar búðir, Barnaloppan og alls konar loppubúðir. Þetta er svona aðeins að gerjast en ég held að það sé gott að byrja með autt blað en sýn á það að við viljum hafa markað í Reykjavík,“ segir Einar. Kolaportið hefur verið rekið í Tollhúsinu síðastliðin tuttugu ár.Vísir/Sigurjón Kjörinn í borgarstjórn í Kolaportinu Og Kolaportið á sér sinn stað í hjarta Einars, til að mynda fór kosningavaka Framsóknarflokksins þar fram þegar Einar var kjörinn inn í borgarstjórn fyrir tveimur árum síðan. „Mér hefur alltaf þótt gaman að fara í Kolaportið. Það er ákveðin stemning og gaman að skoða. Stundum kaupa, kaupa harðfisk og svona,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má sjá klippu af ræðu Einars frá kosningavöku Framsóknarflokksins árið 2022. Klippa: Sigurreifur Einar heldur ræðu á kosningavöku Framsóknar
Reykjavík Verslun Borgarstjórn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira