Yfir 400 þúsund íbúar núna skráðir á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2024 20:44 Hildur Ragnars er forstjóri Þjóðskrár Íslands. Sigurjón Ólason Fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi er kominn í fjögurhundruð þúsund, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Raunverulegur mannfjöldi á Íslandi er þó talinn eitthvað lægri. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03
Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07