Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl stefnir á að fara út til Egyptalands til að koma ættingjum sínum til bjargar. Það kostar sitt og því verða haldnir styrktartónleikar í Iðnó næsta laugardag. aðsend „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. „Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira