Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Blaðið segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hafa viljað kynna frumvarpið í dag en óvíst sé hvort af því verður þar sem Vinstri græn hafi viljað fresta kynningunni til morguns.
Morgunblaðið segir málið viðkvæmt og umdeilt, sem sjáist meðal annars á því að frumvarpsins hafi ekki verið getið í dagskrá ríkisstjórnarfundar 16. febrúar síðastliðinn, jafnvel þótt það hafi sannarlega verið bæði tekið fyrir á fundinum og afgreitt.
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, staðfesti við blaðið að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum í gær og Morgunblaðið segir sama gilda um þingflokk Sjálfstæðisflokksins.
Hins vegar hafi ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann VG, vegna málsins.