Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 14:02 Xabi Alonso fagnar hér frábærum sigri Bayer Leverkusen á Bayern München á dögunum. Getty/Jörg Schüler Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira