Ekki spennt fyrir lokuðum búsetuúrræðum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 20:01 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Sigurjón Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt. Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent