Ársþing KSÍ fer fram um næstu helgi og þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að stíga til hliðar verður kosið um nýjan formann.
Þrír eru í framboði. Það eru Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ. Þorvaldur Örlygsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, og Vignir Már Þormóðsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA og stjórnarmaður hjá KSÍ til margra ára.
Umsjón þáttarins er í höndum Henrys Birgis Gunnarssonar og hefst hann eins og áður segir klukkan 14.00.
Í þættinum verður hulunni einnig svipt af skoðanakönnun íþróttadeildar meðal aðildarfélaga KSÍ þannig að frambjóðendur ættu að fá ágæta mynd af því í þættinum hvernig þeir standa í kapphlaupinu um formannsstólinn.