Aldrei séð svona öldugang við landið: Hurfu undir öldu á Arnarstapa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2024 10:45 Á myndbandinu sést hvernig ferðamennirnir hverfa undir ölduna. Ferðamenn voru hætt komnir á Arnarstapa í fyrradag þegar þeir hurfu undir risastóra öldu sem skall á stapanum. Leiðsögumaður segist aldrei áður hafa séð slíkan öldugang og ekki bara á Arnarstapa heldur víðar um landið. „Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24