Staðan grafalvarleg og stendur frekari uppbyggingu fyrir þrifum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2024 11:15 Bæjaryfirvöld í Hveragerði lýsa yfir mikilli furðu og miklum vonbrigðum með afgreiðslu nefndarinnar vegna stöðu fráveitumála í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur að staða fráveitumála í Hveragerði sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu sé ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu geti ekki átt sér stað. Þetta kemur fram nýlegri bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um stöðu fráveitumála hjá sveitarfélaginu. Í ljósi þessa áformar nefndin að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Í skriflegri yfirlýsingu segir hann að ljóst sé að kostnaður við framveituframkvæmdir hjá bæjarfélaginu munu kosta hundruð milljóna króna. Nákvæm kostnaðaráætlun hafi þó ekki farið fram. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í yfirlýsingu Hveragerðisbæjar vegna málsins kemur fram að ljósi þess að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hafi afgreitt aðgerðaráætlun næstu ára í fráveitumálum bæjarins þann 8. febrúar síðastliðinn þá veki bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. febrúar mikla furðu. Lýsir bærinn yfir miklum vonbrigðum með afgreiðslu nefndarinnar. „Hveragerðisbær hefur brugðist við af festu við stöðu fráveitunnar í bænum og er þegar farið að vinna eftir þeirri aðgerðaráætlun sem afgreidd var,“ segir í yfirlýsingunni. Heilbrigðisnefnd Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir alvarlegar athugasemdir við stöðu fráveitumála hjá Hveragerðisbæ.Aðsend Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá fundi sínum 12. febrúar 2024. Fráveita Hveragerðisbæjar Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27. nóvember 2023 var gerð bókun með vísun í eftirlitsskýrslu dags. 6. nóvember 2023, þar sem var krafist tafarlausra úrbóta varðandi förgun á seyru og farið yrði að kröfum sem koma fram í starfsleyfisskilyrðum hreinsistöðvarinnar gr. 4.2 dags. 4. júlí 2022: „Hreinsaða seyru skal geyma í lokuðum og vökvaheldum gámum við aðstæður þar sem auðvelt er að safna og hreinsa sigvatn ef geymslugámur fer að leka. Miðað skal við að hreinsuð seyra sé flutt af svæðinu jafnóðum og hún er tilbúin til notkunar. Á þeim tíma árs sem ekki er hægt að nýta hreinsaða seyru jafnóðum til áburðar og landgræðslu er heimilt að geyma að hámarki 3ja mánaða uppsafnaðar birgðir innan athafnasvæðis hreinsistöðvarinnar.“ Varðandi önnur frávik sem koma fram í skýrslunni var veittur frestur til 13. desember til að gera úrbætur. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ekki hvorki borist úrbótaáætlun varðandi ofangreint né önnur frávik sem fram koma í eftirlitsskýrslunni. Upplýsingar hafa borist frá Hveragerðisbæ um að drög að verkáætlun frá verkfræðistofu liggi fyrir bæjarstjórn eins og fram kemur í tölvupósti bæjarstjóra dags. 19. janúar sl. Heilbrigðisnefnd hefur ekki borist upplýsingar um áætlunina. Heilbrigðisnefnd telur að staða fráveitumála sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu er ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu getur ekki átt sér stað. Í ljósi ofangreinds áformar Heilbrigðisnefnd Suðurlands að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum sbr. XVII. kafli Valdsvið og þvingunarúrræði í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.br. Vísað er í 2. mgr. 55. gr.: „Ef frávik verða skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um að gera hverjar þær viðeigandi viðbótarráðstafanir sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar til að koma reglufylgni á aftur. [Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. 67. gr.]“ Verkáætlun fráveitu 2024 – 2025 – Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar 8. febrúar 2024 Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir verkbeiðni 2 og 3 með eftirfarandi bókun: Með ofangreindu erindi er brugðist við aðkallandi aðgerðum í uppbygginu fráveitumannvirkja í Hveragerði. Núverandi hreinsistöð annar ekki lengur eftirspurn vegna mikillar fólksfjölgunar í bænum og auknum ferðamannafjölda. Hreinsistöðin var tekin í notkun í júní 2002 í meirihlutatíð Framsóknar og Samfylkingar og var hún ein af tæknilegri fráveitumannvirkjum landsins. Það er rétt að halda því til haga að það er bæjarstjórn sem ber ábyrgð á uppbyggingu fráveitu í bæjarfélaginu. Axlar því núverandi meirihluti þá ábyrgð með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að.Í verkbeiðni 2 er um að ræða ákvörðun á forsendum við úrbætur á núverandi skólphreinsistöð við Vorsabæ. Ráðgjafi og verkkaupi eru með sameiginlega sýn á helstu forsendur verkefnisins. Ber þar helst að nefna skólpmagn og efnainnhald sem hanna þarf fyrir. Meta þarf framtíðaraðstæður í Hveragerði en ekki er gert ráð fyrir að leggjast í frekari mælingar á rennsli né efnainnihaldi en nú þegar liggja fyrir.Verkbeiðni 3 snýst um valkostagreiningu. Skoðað verður hvaða valkostir koma til greina við lausn fráveitumála fyrir hreinsistöð við Vorsabæ. Á þessu stigi verður einnig skoðað hvort hægt sé að ráðast í bráðabirgðalagfæringar þannig að hægt sé að bæta núverandi ástand í hreinsistöðinni í Vorsabæ.Starfsfólki, sem hefur kappkostað við að koma fráveitumálum í réttan farveg, er þakkað fyrir óeigingjarna vinnu og gott samtal við hagaðila í uppbyggingu fráveitumannvirkja í Hveragerði.Njörður SigurðssonHalldór Benjamín HreinssonDagný Sif SigurbjörnsdóttirJóhanna Ýr JóhannsdóttirHlynur KárasonBæjarstjórn samþykkir verkbeiðni 2 og 3 vegna fráveituráðgjafar. Hveragerði Skipulag Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Þetta kemur fram nýlegri bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um stöðu fráveitumála hjá sveitarfélaginu. Í ljósi þessa áformar nefndin að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Í skriflegri yfirlýsingu segir hann að ljóst sé að kostnaður við framveituframkvæmdir hjá bæjarfélaginu munu kosta hundruð milljóna króna. Nákvæm kostnaðaráætlun hafi þó ekki farið fram. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í yfirlýsingu Hveragerðisbæjar vegna málsins kemur fram að ljósi þess að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hafi afgreitt aðgerðaráætlun næstu ára í fráveitumálum bæjarins þann 8. febrúar síðastliðinn þá veki bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. febrúar mikla furðu. Lýsir bærinn yfir miklum vonbrigðum með afgreiðslu nefndarinnar. „Hveragerðisbær hefur brugðist við af festu við stöðu fráveitunnar í bænum og er þegar farið að vinna eftir þeirri aðgerðaráætlun sem afgreidd var,“ segir í yfirlýsingunni. Heilbrigðisnefnd Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir alvarlegar athugasemdir við stöðu fráveitumála hjá Hveragerðisbæ.Aðsend Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá fundi sínum 12. febrúar 2024. Fráveita Hveragerðisbæjar Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27. nóvember 2023 var gerð bókun með vísun í eftirlitsskýrslu dags. 6. nóvember 2023, þar sem var krafist tafarlausra úrbóta varðandi förgun á seyru og farið yrði að kröfum sem koma fram í starfsleyfisskilyrðum hreinsistöðvarinnar gr. 4.2 dags. 4. júlí 2022: „Hreinsaða seyru skal geyma í lokuðum og vökvaheldum gámum við aðstæður þar sem auðvelt er að safna og hreinsa sigvatn ef geymslugámur fer að leka. Miðað skal við að hreinsuð seyra sé flutt af svæðinu jafnóðum og hún er tilbúin til notkunar. Á þeim tíma árs sem ekki er hægt að nýta hreinsaða seyru jafnóðum til áburðar og landgræðslu er heimilt að geyma að hámarki 3ja mánaða uppsafnaðar birgðir innan athafnasvæðis hreinsistöðvarinnar.“ Varðandi önnur frávik sem koma fram í skýrslunni var veittur frestur til 13. desember til að gera úrbætur. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ekki hvorki borist úrbótaáætlun varðandi ofangreint né önnur frávik sem fram koma í eftirlitsskýrslunni. Upplýsingar hafa borist frá Hveragerðisbæ um að drög að verkáætlun frá verkfræðistofu liggi fyrir bæjarstjórn eins og fram kemur í tölvupósti bæjarstjóra dags. 19. janúar sl. Heilbrigðisnefnd hefur ekki borist upplýsingar um áætlunina. Heilbrigðisnefnd telur að staða fráveitumála sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu er ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu getur ekki átt sér stað. Í ljósi ofangreinds áformar Heilbrigðisnefnd Suðurlands að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum sbr. XVII. kafli Valdsvið og þvingunarúrræði í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.br. Vísað er í 2. mgr. 55. gr.: „Ef frávik verða skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um að gera hverjar þær viðeigandi viðbótarráðstafanir sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar til að koma reglufylgni á aftur. [Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. 67. gr.]“ Verkáætlun fráveitu 2024 – 2025 – Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar 8. febrúar 2024 Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir verkbeiðni 2 og 3 með eftirfarandi bókun: Með ofangreindu erindi er brugðist við aðkallandi aðgerðum í uppbygginu fráveitumannvirkja í Hveragerði. Núverandi hreinsistöð annar ekki lengur eftirspurn vegna mikillar fólksfjölgunar í bænum og auknum ferðamannafjölda. Hreinsistöðin var tekin í notkun í júní 2002 í meirihlutatíð Framsóknar og Samfylkingar og var hún ein af tæknilegri fráveitumannvirkjum landsins. Það er rétt að halda því til haga að það er bæjarstjórn sem ber ábyrgð á uppbyggingu fráveitu í bæjarfélaginu. Axlar því núverandi meirihluti þá ábyrgð með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að.Í verkbeiðni 2 er um að ræða ákvörðun á forsendum við úrbætur á núverandi skólphreinsistöð við Vorsabæ. Ráðgjafi og verkkaupi eru með sameiginlega sýn á helstu forsendur verkefnisins. Ber þar helst að nefna skólpmagn og efnainnhald sem hanna þarf fyrir. Meta þarf framtíðaraðstæður í Hveragerði en ekki er gert ráð fyrir að leggjast í frekari mælingar á rennsli né efnainnihaldi en nú þegar liggja fyrir.Verkbeiðni 3 snýst um valkostagreiningu. Skoðað verður hvaða valkostir koma til greina við lausn fráveitumála fyrir hreinsistöð við Vorsabæ. Á þessu stigi verður einnig skoðað hvort hægt sé að ráðast í bráðabirgðalagfæringar þannig að hægt sé að bæta núverandi ástand í hreinsistöðinni í Vorsabæ.Starfsfólki, sem hefur kappkostað við að koma fráveitumálum í réttan farveg, er þakkað fyrir óeigingjarna vinnu og gott samtal við hagaðila í uppbyggingu fráveitumannvirkja í Hveragerði.Njörður SigurðssonHalldór Benjamín HreinssonDagný Sif SigurbjörnsdóttirJóhanna Ýr JóhannsdóttirHlynur KárasonBæjarstjórn samþykkir verkbeiðni 2 og 3 vegna fráveituráðgjafar.
Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá fundi sínum 12. febrúar 2024. Fráveita Hveragerðisbæjar Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27. nóvember 2023 var gerð bókun með vísun í eftirlitsskýrslu dags. 6. nóvember 2023, þar sem var krafist tafarlausra úrbóta varðandi förgun á seyru og farið yrði að kröfum sem koma fram í starfsleyfisskilyrðum hreinsistöðvarinnar gr. 4.2 dags. 4. júlí 2022: „Hreinsaða seyru skal geyma í lokuðum og vökvaheldum gámum við aðstæður þar sem auðvelt er að safna og hreinsa sigvatn ef geymslugámur fer að leka. Miðað skal við að hreinsuð seyra sé flutt af svæðinu jafnóðum og hún er tilbúin til notkunar. Á þeim tíma árs sem ekki er hægt að nýta hreinsaða seyru jafnóðum til áburðar og landgræðslu er heimilt að geyma að hámarki 3ja mánaða uppsafnaðar birgðir innan athafnasvæðis hreinsistöðvarinnar.“ Varðandi önnur frávik sem koma fram í skýrslunni var veittur frestur til 13. desember til að gera úrbætur. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ekki hvorki borist úrbótaáætlun varðandi ofangreint né önnur frávik sem fram koma í eftirlitsskýrslunni. Upplýsingar hafa borist frá Hveragerðisbæ um að drög að verkáætlun frá verkfræðistofu liggi fyrir bæjarstjórn eins og fram kemur í tölvupósti bæjarstjóra dags. 19. janúar sl. Heilbrigðisnefnd hefur ekki borist upplýsingar um áætlunina. Heilbrigðisnefnd telur að staða fráveitumála sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu er ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu getur ekki átt sér stað. Í ljósi ofangreinds áformar Heilbrigðisnefnd Suðurlands að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum sbr. XVII. kafli Valdsvið og þvingunarúrræði í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.br. Vísað er í 2. mgr. 55. gr.: „Ef frávik verða skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um að gera hverjar þær viðeigandi viðbótarráðstafanir sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar til að koma reglufylgni á aftur. [Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. 67. gr.]“
Verkáætlun fráveitu 2024 – 2025 – Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar 8. febrúar 2024 Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir verkbeiðni 2 og 3 með eftirfarandi bókun: Með ofangreindu erindi er brugðist við aðkallandi aðgerðum í uppbygginu fráveitumannvirkja í Hveragerði. Núverandi hreinsistöð annar ekki lengur eftirspurn vegna mikillar fólksfjölgunar í bænum og auknum ferðamannafjölda. Hreinsistöðin var tekin í notkun í júní 2002 í meirihlutatíð Framsóknar og Samfylkingar og var hún ein af tæknilegri fráveitumannvirkjum landsins. Það er rétt að halda því til haga að það er bæjarstjórn sem ber ábyrgð á uppbyggingu fráveitu í bæjarfélaginu. Axlar því núverandi meirihluti þá ábyrgð með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að.Í verkbeiðni 2 er um að ræða ákvörðun á forsendum við úrbætur á núverandi skólphreinsistöð við Vorsabæ. Ráðgjafi og verkkaupi eru með sameiginlega sýn á helstu forsendur verkefnisins. Ber þar helst að nefna skólpmagn og efnainnhald sem hanna þarf fyrir. Meta þarf framtíðaraðstæður í Hveragerði en ekki er gert ráð fyrir að leggjast í frekari mælingar á rennsli né efnainnihaldi en nú þegar liggja fyrir.Verkbeiðni 3 snýst um valkostagreiningu. Skoðað verður hvaða valkostir koma til greina við lausn fráveitumála fyrir hreinsistöð við Vorsabæ. Á þessu stigi verður einnig skoðað hvort hægt sé að ráðast í bráðabirgðalagfæringar þannig að hægt sé að bæta núverandi ástand í hreinsistöðinni í Vorsabæ.Starfsfólki, sem hefur kappkostað við að koma fráveitumálum í réttan farveg, er þakkað fyrir óeigingjarna vinnu og gott samtal við hagaðila í uppbyggingu fráveitumannvirkja í Hveragerði.Njörður SigurðssonHalldór Benjamín HreinssonDagný Sif SigurbjörnsdóttirJóhanna Ýr JóhannsdóttirHlynur KárasonBæjarstjórn samþykkir verkbeiðni 2 og 3 vegna fráveituráðgjafar.
Hveragerði Skipulag Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent