Ratcliffe: „Ekki viss um að Sjeikinn sé til“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2024 12:01 Sir Jim Ratcliffe er staðráðinn í að koma Manchester United aftur á toppinn. getty/Martin Rickett Sir Jim Ratcliffe grínaðist með að hann væri ekki viss um að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani, sem keppti við hann um kaup á hlut í Manchester United, sé til í raun og veru. Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira