Hafnarfjörður í fremstu röð sveitarfélaga Valdimar Víðisson skrifar 22. febrúar 2024 13:47 Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Sjá meira
Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun