Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:01 Senn líður að kosningum til Alþingis 30. nóvember nk. Það er við hæfi að gera óskalista og fá að koma á framfæri á gnægtarborði kosningaloforða stjórnmálaflokka, sérstaklega þegar maður hefur upplifað það að “gleymast” jafnvel gleymast án gæsalappa. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að koma með óskalista byggðan á minni sýn og minni reynslu sem táknmálskona og líka heyrnarlaus einstaklingur. Það sem ég vil sjá og að mér yngra fólk og næsta kynslóð táknmálsfólks fái að njóta í framtíðinni. Hér er óskalisti minn um textun, táknmál, hjálpartæki og heyrnartæki. Textun Lögfesta textun á allt innlent sjónvarpsefni óháð hvort opinber ríkisfjölmiðill eða einkarekinn fjölmiðill sýnir innlent sjónvarpsefni. Hlaðvörp á líka að texta, auglýsingar og fræðslu/forvarnarefni hvers konar á að texta. Barna og unglingaefni á táknmáli skal vera unnið af táknmálsfólki sjálfu og líka sent út textað. Allir opinberir viðburðir skulu táknmálstúlkaðar og jafnvel textaðir á skjá og/eða í útsendingu, hvort sem sýndir verða í beinni eða forunnir og sýndir síðar. Efni frá opinberum aðilum á samfélagsmiðlum skal alltaf vera textað Textaaðgengi sé alltaf virkt og lúti sömu nauðsyn og hljóðið. Bili eitthvað í textun í sjónvarpi fjölmiðlum í útsendingu, þá verði gert HLÉ, rétt eins og er gert ef hljóðið bilar. Táknmál Málstefna íslenska táknmálsins verði alltaf virt og hafi aðgerðaráætlun sem er fjármögnuð af því opinbera Foreldrar/forráðamenn, fjölskylda og heimilisfólk barns sem greint er heyrnarlaust, heyrnarskert eða með samþætta sjón og heyrnarskerðingu fái strax kennslu og fræðslu um táknmál og góðan stuðning frá táknmálsfólki. Íslenskt táknmál verði rannsakað og gefnar út rannsóknarniðurstöður, það sem þarf að beturumbæta verði fjármagnað af hinu opinbera. Myndsímatúlkun verði á ábyrgð og fjármögnuð af Póst- og fjarskiptastofnun, með tilliti til fámennis notenda sem þurfa að nota myndsímatúlkun. Tækni í myndsímatúlkun nýtt og bestu fáanlegu möguleikar verði nýttir í stafrænu tilliti. Myndsímatúlkun efld og opnunartímum fjölgað, reynt verði að fá samfellda 10 tíma þjónustu á dag og minnst 5 tíma um helgar og á frídögum. Táknmál verði atvinnuskapandi tækifæri fyrir táknmálsfólk með stuðningi hins opinbera á fyrstu stigum þess. Táknmálstúlkun í atvinnulífi verði alltaf til staðar og studd af hinum opinbera. Táknmálsfólk finni alltaf að það hafi sama aðgengi að upplýsingum, fundum og samtali á vinnustað sínum. Táknmálsfólk fái þjálfun og menntun til að vinna að t.d. kennslu táknmáls og því að vera leiðandi í fræðslu um táknmál til stofnana og annara sem þurfa á fræðslu um táknmál og menningu táknmálsins Táknmálsfólk sér sjálft um að panta táknmálstúlk, það þekkir sig sjálft best og veit best hvenær það þarf táknmálstúlk. Táknmálsfólk fái einnig rétt að velja hvar og hvaðan það fær sinn táknmálstúlk og er greitt af hinu opinbera. Táknmálstúlkun hverskonar fyrir einstakling sem á rétt á táknmálstúlkun, vegna þess að fyrsta mál hans er táknmál verði alltaf greitt af hinu opinbera. Aldrei úr vasa táknmálsfólksins sjálfs. Öldruðu táknmálsfólki gert kleift að eyða síðustu árum ævi sinnar saman á hjúkrunarheimili og svokölluðum búsetuúrræðum fyrir aldraða. Táknmálsfólki með aukafötlun líka gert kleift að vera í búsetuúrræði/búsetukjarna fyrir sína aukafötlun og táknmál fyrsta málið á staðnum auk annara íbúa sem eru táknmálsfólk. Táknnmálsfólki sé treyst og reynsla þeirra, upplifun og daglegt líf þeirra í íslensku samfélagi sé alltaf virt á forsendum táknmálsins. Táknmálsfólki verði gefin sá möguleiki að eiga menningarefni og leikhús sem er á forsendum táknmálsins. Táknmál haft með í opinberum viðburðum sveitarfélaga, stutt með opinberu framlagi. Vísir að Táknmálshúsi og hvati að því verði gerður að raunveruleika og í fullri samvinnu við táknmálsfólk. Byrjuð verði forvinna að grunnskóla sem gæti heitið því fína nafni Táknmálsskólinn. Leikskólastig verði líka á sömu lóð/sama húsi og táknmálsgrunnskóli. Táknmálsumhverfi tryggt fyrir alla aldurshópa á leikskólastigi og grunnskólastigi. Framhaldsskólar ráði táknmálstúlka og mögulega táknmálskennara, eins hafi upplýsingar aðgengi að framhaldsnámi á jafnræðisgrundvelli. Námsefni á leik-grunnskóla og framhaldsstigi verði á táknmáli og vel gert í að fjarmagna það af hinu opinbera. Hið opinbera kosti vitundarvakningu um heyrnarleysi, táknmál og aðgengismál til að draga úr fordómum og fáfræði. Einkafyrirtæki finni fyrir samfélagsábyrgð sinni og styðji við táknmáls og/eða textunarverkefni. Söfn og sýningar á vegum hins opinbera bæti táknmáli við sem skylduðu fræðslumáli til jafns við íslenskuna. Sveitarfélög reikni alltaf með að hafa táknmál í fjárhagsáætlun sinni og bjóði íbúum sínum sem teljast táknmálsfólk til skrafs og ráðagerða hvernig best sé að koma til móts við þá, þannig að þeim líði vel í sveitarfélaginu. Táknmál er auðlind sem ekki má gleymast og það þarf að huga að, hlúa að og efla. Að baki hverjum táknmálsnotenda er um minnst 10 heyrandi, sem þurfa líka að fá stuðning, kennslu og fræðslu um táknmál. Hjálpartæki Hjálpartæki verði alltaf til fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Hjálpartæki með blikkljósi og titringsbúnaði teljast til öryggistækja og eiga að vera sjálfsagður búnaður á heimili fólks sem heyrir illa eða ekkert. Hjálpartæki verði alltaf niðurgreidd af hinu opinbera. Notendur hjálpartækja geti alltaf valið hvernig hjálpartæki þau þurfa Þeir sem fá niðurgreiðslu verða að uppfylla ákveðin skilyrði og eru skilyrðin miðuð við heyrnarmælingu sem og aðstæður einstaklingsins hvað varðar t.d. avinnu, heimilið og samfélagsaðstæður hvers og eins. Sveitarfélög komi til móts við fólk ef kostnaður er íþyngjandi á einstakling/notanda hjálpartækjanna. Heyrnartæki Heyrnartæki verði alltaf niðurgreidd af hinu opinbera. Þeir sem fá niðurgreiðslu verða að uppfylla ákveðin skilyrði og er miðað við heyrnarmælingu og heimilis, atvinnu og samfélagsaðstæður hvers og eins Alltaf verði reynt í allri niðurgreiðslu að kostnaður hvers notanda/einstaklings sé ekki íþyngjandi þannig að hann neiti sér um heyrnartæki og skerði/glati lífsgæðum sínum. Sveitarfélög komi til móts við fólk ef kostnaður er íþyngjandi á einstakling/notanda heyrnartækjanna. Tölulegar upplýsingar Allt að 350 einstaklingar á Íslandi eru táknmálsfólk. Allt að 20 þúsund einstaklinga á öllum aldri finna fyrir heyrnarskerðingu hverskonar Allt að minnst 3500 heyrnandi einstaklingar manns teljast til aðstandenda táknmálsfólks á Íslandi. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum til Alþingis 30. nóvember nk. Það er við hæfi að gera óskalista og fá að koma á framfæri á gnægtarborði kosningaloforða stjórnmálaflokka, sérstaklega þegar maður hefur upplifað það að “gleymast” jafnvel gleymast án gæsalappa. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að koma með óskalista byggðan á minni sýn og minni reynslu sem táknmálskona og líka heyrnarlaus einstaklingur. Það sem ég vil sjá og að mér yngra fólk og næsta kynslóð táknmálsfólks fái að njóta í framtíðinni. Hér er óskalisti minn um textun, táknmál, hjálpartæki og heyrnartæki. Textun Lögfesta textun á allt innlent sjónvarpsefni óháð hvort opinber ríkisfjölmiðill eða einkarekinn fjölmiðill sýnir innlent sjónvarpsefni. Hlaðvörp á líka að texta, auglýsingar og fræðslu/forvarnarefni hvers konar á að texta. Barna og unglingaefni á táknmáli skal vera unnið af táknmálsfólki sjálfu og líka sent út textað. Allir opinberir viðburðir skulu táknmálstúlkaðar og jafnvel textaðir á skjá og/eða í útsendingu, hvort sem sýndir verða í beinni eða forunnir og sýndir síðar. Efni frá opinberum aðilum á samfélagsmiðlum skal alltaf vera textað Textaaðgengi sé alltaf virkt og lúti sömu nauðsyn og hljóðið. Bili eitthvað í textun í sjónvarpi fjölmiðlum í útsendingu, þá verði gert HLÉ, rétt eins og er gert ef hljóðið bilar. Táknmál Málstefna íslenska táknmálsins verði alltaf virt og hafi aðgerðaráætlun sem er fjármögnuð af því opinbera Foreldrar/forráðamenn, fjölskylda og heimilisfólk barns sem greint er heyrnarlaust, heyrnarskert eða með samþætta sjón og heyrnarskerðingu fái strax kennslu og fræðslu um táknmál og góðan stuðning frá táknmálsfólki. Íslenskt táknmál verði rannsakað og gefnar út rannsóknarniðurstöður, það sem þarf að beturumbæta verði fjármagnað af hinu opinbera. Myndsímatúlkun verði á ábyrgð og fjármögnuð af Póst- og fjarskiptastofnun, með tilliti til fámennis notenda sem þurfa að nota myndsímatúlkun. Tækni í myndsímatúlkun nýtt og bestu fáanlegu möguleikar verði nýttir í stafrænu tilliti. Myndsímatúlkun efld og opnunartímum fjölgað, reynt verði að fá samfellda 10 tíma þjónustu á dag og minnst 5 tíma um helgar og á frídögum. Táknmál verði atvinnuskapandi tækifæri fyrir táknmálsfólk með stuðningi hins opinbera á fyrstu stigum þess. Táknmálstúlkun í atvinnulífi verði alltaf til staðar og studd af hinum opinbera. Táknmálsfólk finni alltaf að það hafi sama aðgengi að upplýsingum, fundum og samtali á vinnustað sínum. Táknmálsfólk fái þjálfun og menntun til að vinna að t.d. kennslu táknmáls og því að vera leiðandi í fræðslu um táknmál til stofnana og annara sem þurfa á fræðslu um táknmál og menningu táknmálsins Táknmálsfólk sér sjálft um að panta táknmálstúlk, það þekkir sig sjálft best og veit best hvenær það þarf táknmálstúlk. Táknmálsfólk fái einnig rétt að velja hvar og hvaðan það fær sinn táknmálstúlk og er greitt af hinu opinbera. Táknmálstúlkun hverskonar fyrir einstakling sem á rétt á táknmálstúlkun, vegna þess að fyrsta mál hans er táknmál verði alltaf greitt af hinu opinbera. Aldrei úr vasa táknmálsfólksins sjálfs. Öldruðu táknmálsfólki gert kleift að eyða síðustu árum ævi sinnar saman á hjúkrunarheimili og svokölluðum búsetuúrræðum fyrir aldraða. Táknmálsfólki með aukafötlun líka gert kleift að vera í búsetuúrræði/búsetukjarna fyrir sína aukafötlun og táknmál fyrsta málið á staðnum auk annara íbúa sem eru táknmálsfólk. Táknnmálsfólki sé treyst og reynsla þeirra, upplifun og daglegt líf þeirra í íslensku samfélagi sé alltaf virt á forsendum táknmálsins. Táknmálsfólki verði gefin sá möguleiki að eiga menningarefni og leikhús sem er á forsendum táknmálsins. Táknmál haft með í opinberum viðburðum sveitarfélaga, stutt með opinberu framlagi. Vísir að Táknmálshúsi og hvati að því verði gerður að raunveruleika og í fullri samvinnu við táknmálsfólk. Byrjuð verði forvinna að grunnskóla sem gæti heitið því fína nafni Táknmálsskólinn. Leikskólastig verði líka á sömu lóð/sama húsi og táknmálsgrunnskóli. Táknmálsumhverfi tryggt fyrir alla aldurshópa á leikskólastigi og grunnskólastigi. Framhaldsskólar ráði táknmálstúlka og mögulega táknmálskennara, eins hafi upplýsingar aðgengi að framhaldsnámi á jafnræðisgrundvelli. Námsefni á leik-grunnskóla og framhaldsstigi verði á táknmáli og vel gert í að fjarmagna það af hinu opinbera. Hið opinbera kosti vitundarvakningu um heyrnarleysi, táknmál og aðgengismál til að draga úr fordómum og fáfræði. Einkafyrirtæki finni fyrir samfélagsábyrgð sinni og styðji við táknmáls og/eða textunarverkefni. Söfn og sýningar á vegum hins opinbera bæti táknmáli við sem skylduðu fræðslumáli til jafns við íslenskuna. Sveitarfélög reikni alltaf með að hafa táknmál í fjárhagsáætlun sinni og bjóði íbúum sínum sem teljast táknmálsfólk til skrafs og ráðagerða hvernig best sé að koma til móts við þá, þannig að þeim líði vel í sveitarfélaginu. Táknmál er auðlind sem ekki má gleymast og það þarf að huga að, hlúa að og efla. Að baki hverjum táknmálsnotenda er um minnst 10 heyrandi, sem þurfa líka að fá stuðning, kennslu og fræðslu um táknmál. Hjálpartæki Hjálpartæki verði alltaf til fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Hjálpartæki með blikkljósi og titringsbúnaði teljast til öryggistækja og eiga að vera sjálfsagður búnaður á heimili fólks sem heyrir illa eða ekkert. Hjálpartæki verði alltaf niðurgreidd af hinu opinbera. Notendur hjálpartækja geti alltaf valið hvernig hjálpartæki þau þurfa Þeir sem fá niðurgreiðslu verða að uppfylla ákveðin skilyrði og eru skilyrðin miðuð við heyrnarmælingu sem og aðstæður einstaklingsins hvað varðar t.d. avinnu, heimilið og samfélagsaðstæður hvers og eins. Sveitarfélög komi til móts við fólk ef kostnaður er íþyngjandi á einstakling/notanda hjálpartækjanna. Heyrnartæki Heyrnartæki verði alltaf niðurgreidd af hinu opinbera. Þeir sem fá niðurgreiðslu verða að uppfylla ákveðin skilyrði og er miðað við heyrnarmælingu og heimilis, atvinnu og samfélagsaðstæður hvers og eins Alltaf verði reynt í allri niðurgreiðslu að kostnaður hvers notanda/einstaklings sé ekki íþyngjandi þannig að hann neiti sér um heyrnartæki og skerði/glati lífsgæðum sínum. Sveitarfélög komi til móts við fólk ef kostnaður er íþyngjandi á einstakling/notanda heyrnartækjanna. Tölulegar upplýsingar Allt að 350 einstaklingar á Íslandi eru táknmálsfólk. Allt að 20 þúsund einstaklinga á öllum aldri finna fyrir heyrnarskerðingu hverskonar Allt að minnst 3500 heyrnandi einstaklingar manns teljast til aðstandenda táknmálsfólks á Íslandi. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun