Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar 12. nóvember 2024 17:01 Viðbrögð vestrænna leiðtoga og fjölmiðla í eigu milljarðamæringa vegna ofbeldis glæpalýðsins sem fylgdi ísraelska knattspyrnuliðinu Maccabi Tel Aviv til Amsterdam sýnir okkur stöðuna í hnotskurn. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Dick Schoof forsætisráðherra Hollands, Olaf Scholz þýski forsætisráðherrann, Macron Frakklandsforseti og Biden forseti Bandaríkjanna - allir syngja nú einum rómi um „pogroms“, þ.e. gyðingaofsóknir, gyðingahatur sem „endurómuðu dökkar stundir í sögunni þegar gyðingar voru ofsóttir.“ En hvað gerðist í rauninni? Til Amsterdam komu um 2000 fylgjendur ísraelska knattspyrnuliðsins. Þessi stuðningshópur er þekktur fyrir kynþáttahatur og ofbeldi. Þeir hafa margsinnis átt í útistöðum við lögregluna í Ísrael vegna árása á araba og einnig andstæðinga Netanyahus forsætisráðherra Ísraels. Hópurinn samanstendur að mestu af hermönnum, bæði núverandi og fyrrverandi. Menn sem eru aldir upp í hatri á Palestínumönnum og þjálfaðir til að drepa. Hópurinn hóf dvöl sína í Amsterdam með því að rífa niður palestínska fána, eyðileggja leigubíla í eigu Palestínumanna og berja fólk með lurkum. Fjöldi myndbanda sýna þessar aðfarir skrílsins. Síðan gengu þeir um borgina öskrandi sín þekktu slagorð: „Drepum arabana!“, „Á Gaza eru engir skólar því við erum búnir að drepa öll börnin!“ ofl. í þessum dúr. Jazie Veldhuyzen, borgarfulltrúi í Amsterdam, staðfestir að „ísraelskir ofbeldisseggir áttu upptökin.“ Hann bætti við að „Þetta er þjálfað fólk og hugsanlegir stríðsglæpamenn. Munið að þeir réðust á almenna borgara í Aþenu í mars.“ Það eru viðbrögð Amsterdambúa gegn þessu ofbeldi sem eru sagðar vera gyðingaofsóknir byggðar á gyðingahatri í frásögn fjölmiðla og ýmissa stjórnvalda. Mönnum er svo brátt í brók að þeir misbeita sínum eigin skilgreiningum á gyðingahatri. Fjörtíu og þrjú ríki, þ.á.m. Þýskaland, Frakkland, Bretland, Holland og Bandaríkin, hafa tekið upp s.k. IHRA skilgreiningu á gyðingahatri. Þar segir að það sé „gyðingahatur að gera gyðinga sameiginlega ábyrga fyrir gjörðum Ísraelsríkis.“ Þannig er það gyðingahatur skv. IHRA að segja það vera ofsóknir gegn gyðingum þegar menn bregðast við ofbeldi glæpalýðsins frá Ísrael. Francesca Albanese, sérlegur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um réttindi Palestínumanna, sakaði fjölmiðla vestanhafs um að dreifa röngum frásögnum sem hún sagði að hefðu gert lítið úr eða hundsað ögrun stuðningsmanna ísraelska knattspyrnuliðsins. Skýrar línur Línurnar verða æ skýrari. Stjórnvöld Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands ofl. ríkja styðja þjóðarmorð og landþjófnað Ísraelsmanna. Þau styðja barnamorðin – og þegar almenningur í Evrópu snýst til varnar gegn ísraelskum glæpalýð, rasískum síonistum, sem vaða um vestræna borg með ofbeldi og skemmdarverkum hrópandi rasísk slagorð, þá kemur þessi viðbjóðslegi kór vestrænna stjórnmálamanna og ætlar að nota tækifærið til að herða enn atlögurnar að þeim sem styðja málstað Palestínumanna. Það er ekki bara ísraelski herinn sem nýtur friðhelgi við manndrápin, ísraelskur síonistaskríll sem ræðst inn í evrópska borg skal einnig njóta friðhelgi. Sínoniskir glæpamenn eru hin eilífu fórnarlömb. Blóðbaðið á Gaza og Vesturbakkanum, blóðbað er ekki mögulegt nema með stuðningi Macrons, Scholz, Stramers, Bidens ofl., sýnir okkur hvar þetta fólk stendur. Það styður fjöldamorð – með vopnum, fjármunum og pólitískum stuðningi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð vestrænna leiðtoga og fjölmiðla í eigu milljarðamæringa vegna ofbeldis glæpalýðsins sem fylgdi ísraelska knattspyrnuliðinu Maccabi Tel Aviv til Amsterdam sýnir okkur stöðuna í hnotskurn. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Dick Schoof forsætisráðherra Hollands, Olaf Scholz þýski forsætisráðherrann, Macron Frakklandsforseti og Biden forseti Bandaríkjanna - allir syngja nú einum rómi um „pogroms“, þ.e. gyðingaofsóknir, gyðingahatur sem „endurómuðu dökkar stundir í sögunni þegar gyðingar voru ofsóttir.“ En hvað gerðist í rauninni? Til Amsterdam komu um 2000 fylgjendur ísraelska knattspyrnuliðsins. Þessi stuðningshópur er þekktur fyrir kynþáttahatur og ofbeldi. Þeir hafa margsinnis átt í útistöðum við lögregluna í Ísrael vegna árása á araba og einnig andstæðinga Netanyahus forsætisráðherra Ísraels. Hópurinn samanstendur að mestu af hermönnum, bæði núverandi og fyrrverandi. Menn sem eru aldir upp í hatri á Palestínumönnum og þjálfaðir til að drepa. Hópurinn hóf dvöl sína í Amsterdam með því að rífa niður palestínska fána, eyðileggja leigubíla í eigu Palestínumanna og berja fólk með lurkum. Fjöldi myndbanda sýna þessar aðfarir skrílsins. Síðan gengu þeir um borgina öskrandi sín þekktu slagorð: „Drepum arabana!“, „Á Gaza eru engir skólar því við erum búnir að drepa öll börnin!“ ofl. í þessum dúr. Jazie Veldhuyzen, borgarfulltrúi í Amsterdam, staðfestir að „ísraelskir ofbeldisseggir áttu upptökin.“ Hann bætti við að „Þetta er þjálfað fólk og hugsanlegir stríðsglæpamenn. Munið að þeir réðust á almenna borgara í Aþenu í mars.“ Það eru viðbrögð Amsterdambúa gegn þessu ofbeldi sem eru sagðar vera gyðingaofsóknir byggðar á gyðingahatri í frásögn fjölmiðla og ýmissa stjórnvalda. Mönnum er svo brátt í brók að þeir misbeita sínum eigin skilgreiningum á gyðingahatri. Fjörtíu og þrjú ríki, þ.á.m. Þýskaland, Frakkland, Bretland, Holland og Bandaríkin, hafa tekið upp s.k. IHRA skilgreiningu á gyðingahatri. Þar segir að það sé „gyðingahatur að gera gyðinga sameiginlega ábyrga fyrir gjörðum Ísraelsríkis.“ Þannig er það gyðingahatur skv. IHRA að segja það vera ofsóknir gegn gyðingum þegar menn bregðast við ofbeldi glæpalýðsins frá Ísrael. Francesca Albanese, sérlegur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um réttindi Palestínumanna, sakaði fjölmiðla vestanhafs um að dreifa röngum frásögnum sem hún sagði að hefðu gert lítið úr eða hundsað ögrun stuðningsmanna ísraelska knattspyrnuliðsins. Skýrar línur Línurnar verða æ skýrari. Stjórnvöld Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands ofl. ríkja styðja þjóðarmorð og landþjófnað Ísraelsmanna. Þau styðja barnamorðin – og þegar almenningur í Evrópu snýst til varnar gegn ísraelskum glæpalýð, rasískum síonistum, sem vaða um vestræna borg með ofbeldi og skemmdarverkum hrópandi rasísk slagorð, þá kemur þessi viðbjóðslegi kór vestrænna stjórnmálamanna og ætlar að nota tækifærið til að herða enn atlögurnar að þeim sem styðja málstað Palestínumanna. Það er ekki bara ísraelski herinn sem nýtur friðhelgi við manndrápin, ísraelskur síonistaskríll sem ræðst inn í evrópska borg skal einnig njóta friðhelgi. Sínoniskir glæpamenn eru hin eilífu fórnarlömb. Blóðbaðið á Gaza og Vesturbakkanum, blóðbað er ekki mögulegt nema með stuðningi Macrons, Scholz, Stramers, Bidens ofl., sýnir okkur hvar þetta fólk stendur. Það styður fjöldamorð – með vopnum, fjármunum og pólitískum stuðningi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar