Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun