Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun