Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:42 Guðni Bergsson sækist eftir því að endurheimta formannsstólinn hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Drífa hvetur þar til þess að nýr formaður KSÍ standi þannig mun betur með þolendum ofbeldis en henni þótti Guðni Bergsson gera á sínum tíma. Eins og Drífa bendir á í grein sinni þá neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna. Guðni Bergsson mætti í pallborðið í dag ásamt Þorvaldi Örlygssyni og Vigni Má Þormóðssyni sem sækjast líka eftir formannsstólnum þegar kosið verður um nýjan formann á ársþingi KSÍ um helgina. Guðni svaraði þar fyrir gagnrýnina í grein Drífu. Henry Birgir Gunnarsson sá um pallborðið og spurði Guðni hvernig hann bregðist við þessum pistli og því sem Drífa hélt þar fram. „Ég get ekki verið sammála því, því miður. Hún hefur aldrei talað við mig eða rætt við mig. Ég vísa þessu alfarið á bug. Ég veit nákvæmlega hvað ég gerði og gerði ekki, í mínu hjarta og hvað ég hafði í huga,“ sagði Guðni Bergsson. „Maður var bara að vinna að heilindum og reyna að takast á við þessi mál sem eru vandasöm meðferðar. Ég gerði það eins og ég taldi best. Ég fengið það frá mínum kollegum og lögfræðingum, sem eru jafnvel hjá öðrum sérsamböndum, og þeir hafa tjáð mér að þeir skilji mjög vel hvernig ég nálgaðist þetta mál faglega,“ sagði Guðni. Sér hann ekki eftir neinu? „Jú, jú, Ég dreg að sjálfsögðu lærdóm af þessu. Ég gerði mistök. Í dag lít ég til baka. Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei. Mér var ráðið frá því en málið var að mér var svo misboðið yfir ásökunum. Ég vissi að ég var ekki að hylma eða þagga yfir neinu. Ég ákvað að fara og reyna að svara spurningunum. Þær voru dálítið erfiðar en ég svaraði bara eftir bestu vitund,“ sagði Guðni. „Svörin voru ekki nógu skýr og þau voru ekki nógu góð. Í kjölfarið var borið á okkur að við höfðum komið að einhvers konar sátt eða þöggunarsamningi. Við vorum aldrei inn í því,“ sagði Guðni. Hefur honum ekki fundist ástæða til að biðjast afsökunar á því sem gerðist? „Ég tók ábyrgð með því að stíga til hliðar og ég hefði viljað gera betur. Það er sjálfsagt mál að segja að ég biðjist afsökunar á því að hafa valdið þessu. Mér þykir það miður,“ sagði Guðni. „Ég skynjaði þá frá hreyfingunni, ég hef rætt þetta opinskátt við þau fjölmörgu félög sem ég hitt, að fólk vill draga lærdóm og læra af þessu. Það er komið skýrara ferli um þessi mál,“ sagði Guðni. Hann vill að við horfum fram á veginn, tökum málið áfram og að samfélagið haldi áfram. Guðni var líka spurður af hverju hann hafi ekki gert málið upp 2021. Segist ekki hafa fengið stuðning til þess. Vísar til lögfræðilegra atriða og trúnaðar vegna málsins. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify. KSÍ Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Drífa hvetur þar til þess að nýr formaður KSÍ standi þannig mun betur með þolendum ofbeldis en henni þótti Guðni Bergsson gera á sínum tíma. Eins og Drífa bendir á í grein sinni þá neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna. Guðni Bergsson mætti í pallborðið í dag ásamt Þorvaldi Örlygssyni og Vigni Má Þormóðssyni sem sækjast líka eftir formannsstólnum þegar kosið verður um nýjan formann á ársþingi KSÍ um helgina. Guðni svaraði þar fyrir gagnrýnina í grein Drífu. Henry Birgir Gunnarsson sá um pallborðið og spurði Guðni hvernig hann bregðist við þessum pistli og því sem Drífa hélt þar fram. „Ég get ekki verið sammála því, því miður. Hún hefur aldrei talað við mig eða rætt við mig. Ég vísa þessu alfarið á bug. Ég veit nákvæmlega hvað ég gerði og gerði ekki, í mínu hjarta og hvað ég hafði í huga,“ sagði Guðni Bergsson. „Maður var bara að vinna að heilindum og reyna að takast á við þessi mál sem eru vandasöm meðferðar. Ég gerði það eins og ég taldi best. Ég fengið það frá mínum kollegum og lögfræðingum, sem eru jafnvel hjá öðrum sérsamböndum, og þeir hafa tjáð mér að þeir skilji mjög vel hvernig ég nálgaðist þetta mál faglega,“ sagði Guðni. Sér hann ekki eftir neinu? „Jú, jú, Ég dreg að sjálfsögðu lærdóm af þessu. Ég gerði mistök. Í dag lít ég til baka. Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei. Mér var ráðið frá því en málið var að mér var svo misboðið yfir ásökunum. Ég vissi að ég var ekki að hylma eða þagga yfir neinu. Ég ákvað að fara og reyna að svara spurningunum. Þær voru dálítið erfiðar en ég svaraði bara eftir bestu vitund,“ sagði Guðni. „Svörin voru ekki nógu skýr og þau voru ekki nógu góð. Í kjölfarið var borið á okkur að við höfðum komið að einhvers konar sátt eða þöggunarsamningi. Við vorum aldrei inn í því,“ sagði Guðni. Hefur honum ekki fundist ástæða til að biðjast afsökunar á því sem gerðist? „Ég tók ábyrgð með því að stíga til hliðar og ég hefði viljað gera betur. Það er sjálfsagt mál að segja að ég biðjist afsökunar á því að hafa valdið þessu. Mér þykir það miður,“ sagði Guðni. „Ég skynjaði þá frá hreyfingunni, ég hef rætt þetta opinskátt við þau fjölmörgu félög sem ég hitt, að fólk vill draga lærdóm og læra af þessu. Það er komið skýrara ferli um þessi mál,“ sagði Guðni. Hann vill að við horfum fram á veginn, tökum málið áfram og að samfélagið haldi áfram. Guðni var líka spurður af hverju hann hafi ekki gert málið upp 2021. Segist ekki hafa fengið stuðning til þess. Vísar til lögfræðilegra atriða og trúnaðar vegna málsins. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify.
KSÍ Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira