„Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 11:40 Jón Axel Guðmundsson í leiknum á móti Ungverjum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingurinn í íslenska landsliðinu hefur mátt upplifa sérstakan vetur. Hann er að spila sem atvinnumaður á Spáni en á meðan er heimabærinn hans rýmdur og hvert gosið á fætur öðru kemur upp við bæinn. Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík
Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira