Nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið á göngustíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2024 17:36 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður á Suðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga kunningjastúlku sem mælti sér mót við hann til að fá vökva í veipið sitt. DNA-sýni var lykilgagn í málinu. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira