Íslandsmeistaratitillinn sá þriðji í sögu Þórsara Snorri Már Vagnsson skrifar 23. febrúar 2024 18:41 Hafþór "Detinate" Örn, Pétur "Peterr" Örn, Alfreð "Allee" Leó og Davíð "Dabbehh" Matthíasson. Rafíþróttalið Þórs í Counter-Strike varð á dögunum Íslandsmeistari í Counter-Strike er þeir unnu Ljósleiðaradeildina. Íslandsmeistaratitillinn er sá þriðji sem karlalið Þórs í hópíþrótt vinnur Íslandsmeistaratitil. Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti
Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti