Endurkoma kanónu á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. febrúar 2024 22:09 Jóhanna Vigdís er glöð að vera snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru. Vísir/Einar Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leiklistarkanónan Jóhanna Vigdís, betur þekkt sem Hansa, er snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru og gaf tóndæmi í kvöldfréttum. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum. Leikhús Menning Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum.
Leikhús Menning Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira