Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 19:44 Kviðdómur fann Smith sekan í dómstól í Anchorage í vikunni. Vísir/Getty Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira