Handbolti

Kolstad varði bikarmeistaratitilinn gegn Elverum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigvaldi Björn varð bikarmeistari annað árið í röð með Kolstad
Sigvaldi Björn varð bikarmeistari annað árið í röð með Kolstad Kolstad

Kolstad varði bikarmeistaratitil sinn í dag með 27-23 sigri gegn Elverum í úrslitaleik. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad. 

Kolstad lagði Haslum í undanúrslitaleik í gær, 33-26, þar skoraði Sigvaldi þrjú mörk. Elverum lagði Kristiansand að velli með einu marki, 30-29. 

Úrslitaleikurinn var svo spilaður í Arendal í dag. Leikurinn var jafn og spennandi fyrst um sinn en á stuttum kafla vann Kolstad sér inn sjö marka forystu sem Elverum tókst ekki að snúa sér úr. 

Sigvaldi skoraði fimm mörk úr horninu, markahæstur í liði Kolstad var Simen Ulstad Lyse með sjö mörk. 

Kolstad varð því norskur bikarmeistari annað árið í röð. Þeir unnu bikarinn í fyrra eftir fjögurra ára einokun Elverum.

Kolstad situr sömuleiðis í efsta sæti úrvalsdeildarinnar en Elverum fylgir þeim fast eftir í öðru sætinu og allt stefnir í að liðin tvö mætist í úrslitaleik um titilinn í vor. 


Tengdar fréttir

Sigvaldi markahæstur er Kolstad komst í undanúrslit

Kolstad er komið í undanúrslit norska bikarsins í handbolta eftir 36-23 sigur á Bergen. Kolstad eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur 2022 á Elverum sem hafði unnið bikarinn fjögur ár í röð þar áður. Liðin mætast svo í undanúrslitunum í næstu umferð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×