Dómarinn tók upp nefið hans af vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Nefið hans Christian Wejse var saumað aftur á. @Christian_Wejse Íshokkíleikmaðurinn Christian Wejse missti bókstaflega nefið sitt í leik á dögunum þegar hann fékk slæmt högg. Hinn 25 ára gamli Wejse spilar með Fischtown Pinguins í þýsku deildinni. Fyrir fjórum vikum þá varð hann fyrir óhappi í 5-2 sigurleik á móti Nürnberg Ice Tigers. Wejse fékk högg á nefið þegar hann fór í tæklingu. Hjálmurinn hans færðist til og skar bókstaflega nefið af honum. „Ég sá blóð á ísnum og hélt að ég væri nefbrotinn. Liðslæknirinn okkar fór með mig inn í búningsklefann og sagði mér frá því að dómarinn hafði fundið nefið mitt á ísnum. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði misst nefið mitt í árekstrinum,“ sagði Wejse við þýska blaðið Bild. Nefið hans var saumað á hann aftur og þurfti hann 25 spor til að koma því aftur á réttan stað. Wejse er hvergi smeykur og er strax aftur byrjaður spila í íshokkí. Hann er með sérstaka vörn á nefinu til að verja hann fyrir frekari skakkaföllum. Hann hefur ekki áhyggjur. „Nei. Kærastan mín hafði hins vegar miklar áhyggjur og heimtaði það að ég passaði mig betur,“ sagði Wejse. Alfred Prey, þjálfari hans hjá Fischtown Pinguins, var í áfalli yfir meiðslunum. „Ótrúlegt. Svona gerðist kannski einu sinni á þrjátíu ára fresti,“ sagði Alfred Prey. Wejse er öflugur leikmaður. Hann er með 15 mörk og 7 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er einnig danskur landsliðsmaður. Íshokkí Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Wejse spilar með Fischtown Pinguins í þýsku deildinni. Fyrir fjórum vikum þá varð hann fyrir óhappi í 5-2 sigurleik á móti Nürnberg Ice Tigers. Wejse fékk högg á nefið þegar hann fór í tæklingu. Hjálmurinn hans færðist til og skar bókstaflega nefið af honum. „Ég sá blóð á ísnum og hélt að ég væri nefbrotinn. Liðslæknirinn okkar fór með mig inn í búningsklefann og sagði mér frá því að dómarinn hafði fundið nefið mitt á ísnum. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði misst nefið mitt í árekstrinum,“ sagði Wejse við þýska blaðið Bild. Nefið hans var saumað á hann aftur og þurfti hann 25 spor til að koma því aftur á réttan stað. Wejse er hvergi smeykur og er strax aftur byrjaður spila í íshokkí. Hann er með sérstaka vörn á nefinu til að verja hann fyrir frekari skakkaföllum. Hann hefur ekki áhyggjur. „Nei. Kærastan mín hafði hins vegar miklar áhyggjur og heimtaði það að ég passaði mig betur,“ sagði Wejse. Alfred Prey, þjálfari hans hjá Fischtown Pinguins, var í áfalli yfir meiðslunum. „Ótrúlegt. Svona gerðist kannski einu sinni á þrjátíu ára fresti,“ sagði Alfred Prey. Wejse er öflugur leikmaður. Hann er með 15 mörk og 7 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann er einnig danskur landsliðsmaður.
Íshokkí Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Sjá meira