Enski boltinn

Raya þjálfar hund af bannaðri tegund til að verjast inn­brots­þjófum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Raya og kærasta, Tatiana Trouboul, og hundurinn Goku.
David Raya og kærasta, Tatiana Trouboul, og hundurinn Goku.

David Raya, markvörður Arsenal, ætlar að vera tilbúinn ef óprúttnir aðilar reyna að brjótast inn hjá honum.

Spánverjinn nýtur nefnilega aðstoðar sérfræðinga að þjálfa hund af tegundinni XL Bully til að verja heimili sitt. Hann nefnist Goku og er eins árs. 

Hundategundin XL Bully var bönnuð eftir nokkrar alvarlegar árásir en Raya fékk undanþágu frá reglunni til að vera með Goku. 

Raya og kærasta hans, Tatiana Trouboul, hafa birt nokkrar myndir af Goku á samfélagsmiðlum. Hann dvelur í sérstöku búri á heimili þeirra í Norður-London.

Undir lok síðasta árs var bannað með lögum að fara út með XL Bully án þess að hundurinn sé í taumi og múlbundinn.

Raya stóð í marki Arsenal sem vann Newcastle United, 4-1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Arsenal er í 3. sæti deildarinnar með 58 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×