Drög að sátt lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2024 19:21 Stefnt er að því að kynna drög að allherjarsamkomulagi á vinnumarkaði fyrir ríkisstjórninni um eða upp úr miðri þessari viku. Stöð 2/Sigurjón Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Reiknað er með að heildarpakki kjarasamninga verði lagður fyrir ríkisstjórn um eða upp úr miðri viku og ríkisstjórnin kynni þá þær aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til í skiptum fyrir sátt á vinnumarkaði. Stíft hefur verið fundað milli Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar með um áttatíu þúsund félagsmenn á bakvið sig annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar um helgina og í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggja samningar nánast fyrir hvað varðar launaliðinn og forsenduákvæði samninga um þróun verðbólgu. Óþolinmæði er farið að gæta hjá Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni talsmanni Fagfélaganna sem boða aðgerðir náist ekki árangur á allra næstu dögum.Vísir/Vilhelm Þannig verði samningar uppsegjanlegir ef ákveðnum verðbólgumarkmiðum verði ekki náð í október á næsta ári og í október 2026. Samningar gildi almennt til ársins 2028 eða í fjögur ár. Það hefur flækt stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sögðu sig frá breiðfylkingunni á föstudag vegna óánægju með forsenduákvæði varðandi vexti. Þrátt fyrir þetta er stefnt að því að um eða upp úr miðri þessari viku verði hægt að kynna fyrir ríkisstjórn allsherjar samkomulag á vinnumarkaði. Á móti muni ríkisstjórnin gera grein fyrir hvað hún er tilbúin að gera til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ræða málin í Karphúsinu.Vísir/Vilhelm Fagfélögin á almenna vinnumarkaðnum og bandalög opinberra starfsmanna bíða einnig á hliðarlínunni með að ljúka sínum málum. Á þessu stigi kjaraviðræðna þegar allar meginlínur liggja fyrir, fer töluverður tími í að útfæra einstök samningsatriði við ólíka hópa. Þeir bjartsýnustu sem fréttastofa hefur rætt við segja að þetta ætti að geta tekist á næstu dögum. Samningsaðilar eru í daglegum samskiptum við stjórnvöld þannig að fátt ætti að koma á óvart þegar pakkinn verður kynntur fyrir þeim. Ef allt gengur upp gæti farið svo að meginlínur um sátt í kjaramálum þjóðarinnar næstu fjögur árin liggi fyrir áður en vikan er úti. „Fín gjöf til íslensku þjóðarinnar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði viðræður hafa gengið nokkuð vel að loknum fundi um klukkan hálf sjö í kvöld. „Ég tel að ef við höldum áfram að vinna vel, þá ættum við að geta klárað, mögulega, hér í vikulok.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur að viðræður muni klárast fyrir vikulok. Þær hafi gangið vel undanfarna daga. Hann sagði að á næstu dögum fengi verkalýðshreyfingin kynningu á því hvernig stjórnvöld muni koma að kjarasamningum. Það muni skipta miklu máli. „Ávinningurinn af því, ef þetta allt tekst, að við náum hér niður verðbólgu, að við náum niður vöxtum og fáum góðan aðgerðapakka frá stjórnvöldum. Þá held ég að þetta sé bara fín gjöf til íslensku þjóðarinnar. Ef þetta tekst,“ sagði Vilhjálmur. Þessi „pakki“ mun gilda fyrir allan vinnumarkaðinn. Vilhjálmur sagði að það myndi ekki koma honum á óvart ef viðræður myndu klárast í lok þessarar viku, hjá þeim félögum sem hafa verið lengst í viðræðum. Önnur félög væru einnig komin á skrið. „Það er margt búið að gerast hér í dag.“ Hann segir það ekki hafa flækt stöðuna að VR og Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna slitu sig frá breiðfylkingunni svokölluðu. „Við höfum bara haldið áfram hér með okkar vinnu. Við erum einbeitt í því að láta þetta verkefni ganga upp. Við erum búin að undirrita launaliðinn. Við erum búin að undirrita forsenduákvæðin. Síðan er þetta bara handavinna sem verið er að vinna í núna.“ Vilhjálmur vildi ekki ganga svo langt að segja að samningar væru í höfn. Hann væri búinn að vera svo lengi í þessum bransa að hann vissi að þetta væri aldrei búið fyrr en búið sé að skrifa undir. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Stíft hefur verið fundað milli Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar með um áttatíu þúsund félagsmenn á bakvið sig annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar um helgina og í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggja samningar nánast fyrir hvað varðar launaliðinn og forsenduákvæði samninga um þróun verðbólgu. Óþolinmæði er farið að gæta hjá Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni talsmanni Fagfélaganna sem boða aðgerðir náist ekki árangur á allra næstu dögum.Vísir/Vilhelm Þannig verði samningar uppsegjanlegir ef ákveðnum verðbólgumarkmiðum verði ekki náð í október á næsta ári og í október 2026. Samningar gildi almennt til ársins 2028 eða í fjögur ár. Það hefur flækt stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sögðu sig frá breiðfylkingunni á föstudag vegna óánægju með forsenduákvæði varðandi vexti. Þrátt fyrir þetta er stefnt að því að um eða upp úr miðri þessari viku verði hægt að kynna fyrir ríkisstjórn allsherjar samkomulag á vinnumarkaði. Á móti muni ríkisstjórnin gera grein fyrir hvað hún er tilbúin að gera til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ræða málin í Karphúsinu.Vísir/Vilhelm Fagfélögin á almenna vinnumarkaðnum og bandalög opinberra starfsmanna bíða einnig á hliðarlínunni með að ljúka sínum málum. Á þessu stigi kjaraviðræðna þegar allar meginlínur liggja fyrir, fer töluverður tími í að útfæra einstök samningsatriði við ólíka hópa. Þeir bjartsýnustu sem fréttastofa hefur rætt við segja að þetta ætti að geta tekist á næstu dögum. Samningsaðilar eru í daglegum samskiptum við stjórnvöld þannig að fátt ætti að koma á óvart þegar pakkinn verður kynntur fyrir þeim. Ef allt gengur upp gæti farið svo að meginlínur um sátt í kjaramálum þjóðarinnar næstu fjögur árin liggi fyrir áður en vikan er úti. „Fín gjöf til íslensku þjóðarinnar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði viðræður hafa gengið nokkuð vel að loknum fundi um klukkan hálf sjö í kvöld. „Ég tel að ef við höldum áfram að vinna vel, þá ættum við að geta klárað, mögulega, hér í vikulok.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur að viðræður muni klárast fyrir vikulok. Þær hafi gangið vel undanfarna daga. Hann sagði að á næstu dögum fengi verkalýðshreyfingin kynningu á því hvernig stjórnvöld muni koma að kjarasamningum. Það muni skipta miklu máli. „Ávinningurinn af því, ef þetta allt tekst, að við náum hér niður verðbólgu, að við náum niður vöxtum og fáum góðan aðgerðapakka frá stjórnvöldum. Þá held ég að þetta sé bara fín gjöf til íslensku þjóðarinnar. Ef þetta tekst,“ sagði Vilhjálmur. Þessi „pakki“ mun gilda fyrir allan vinnumarkaðinn. Vilhjálmur sagði að það myndi ekki koma honum á óvart ef viðræður myndu klárast í lok þessarar viku, hjá þeim félögum sem hafa verið lengst í viðræðum. Önnur félög væru einnig komin á skrið. „Það er margt búið að gerast hér í dag.“ Hann segir það ekki hafa flækt stöðuna að VR og Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna slitu sig frá breiðfylkingunni svokölluðu. „Við höfum bara haldið áfram hér með okkar vinnu. Við erum einbeitt í því að láta þetta verkefni ganga upp. Við erum búin að undirrita launaliðinn. Við erum búin að undirrita forsenduákvæðin. Síðan er þetta bara handavinna sem verið er að vinna í núna.“ Vilhjálmur vildi ekki ganga svo langt að segja að samningar væru í höfn. Hann væri búinn að vera svo lengi í þessum bransa að hann vissi að þetta væri aldrei búið fyrr en búið sé að skrifa undir.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42
Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21