Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 09:58 Ekki kemur fram í dómnum hvar á Spáni Íslendingarnir áttu sumarhús. Hér má sjá fasteignir á Malaga sem er einn af fjölmörgum bæjum á Spáni sem Íslendingar leggja leið sína til. Getty/John Keeble Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira