Nú hafa átta milljónir rúmmetra af kviku safnast upp undir Svartsengi og segir jarðeðlisfræðingur að nú gæti jafnvel gosið innan nokkurra klukkustunda.
Þá fjöllum við um athugasemdir sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa gert við nýtt frumvarp um íslenska greiðslumiðlum sem samtökin telja verulega gallað.
Að auki segjum við frá máli tveggja lækna sem fá ekki að mæta til Akureyrar til að sinna sjúklingum sínum þar.
Í íþróttapakka dagsins verður landsleikur Íslands og Serbíu fyrirferðarmikill en hann fer fram í Kópavogi síðar í dag.