Spyr sig hvað fylli mælinn hjá íslenskum bændum Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. febrúar 2024 21:09 Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir mótmæli bænda um Evrópu eiga hljómgrunn meðal starfsbræðra sinna hér á landi. Vísir/Einar Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir stöðu íslenskra bænda dapra en að engin mótmæli hafi verið skipulögð líkt og víða í Evrópu um þessar mundir. Hún segir Bændasamtökin fylgjast vel með aðgerðum bænda úti í heimi. Bændur í Evrópu hafa undanfarið verið að mótmæla aðgerðarleysi Evrópusambandsinsþegar kemur að lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og þungu regluverki er varðar búgreinar. Mótmælin hafa verið hvað hörðust í Brussel í Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópuþingsins eru. Þar hafa bændur lokað götum, sprautað mykju á lögreglumenn og grýtt þá. „Bændur í Evrópu eru líkt og íslenskir bændur að mótmæla meðal annars slælegri afkomu og regluverki og auknum innflutningi á dýraafurðum,“ segir Vigdís. Hún segir að þó íslenskir bændur hafi ekki efnt til slíkra aðgerða viti hún ekki hvað geti hugsanlega verið kornið sem fyllir mælinn. Viðkvæmar viðræður varðandi kolefnisskatt á landbúnað standi yfir í Danmörku og fari Ísland að þeirra fordæmi gæti dregið til tíðinda. „ Við erum náttúrlega þekkt fyrir það að líta til nágrannalandanna þegar kemur að slíku regluverki,“ segir Vigdís. Innflutningur matvæla stóraukist Vigdís segir jafnframt stöðu íslenskra bænda hafa verið mjög dapra og markaðshlutdeild innlendra matvæla farið minnkandi. Innflutningur á matvælum erlendis frá hafi aukist til muna. „Hér áður fyrr var markaðshlutdeild á íslensku nautakjöti um áttatíu prósent en er nú komin í kringum 60 til 65 prósent. Þannig að innflutningurinn er að aukast og við þurfum að horfa til þess að það er kannski ekki verið að framleiða matvælin undir sömu starfsskilyrðum og við erum að gera hér,“ segir Vigdís. Landbúnaður Kjaramál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Bændur í Evrópu hafa undanfarið verið að mótmæla aðgerðarleysi Evrópusambandsinsþegar kemur að lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og þungu regluverki er varðar búgreinar. Mótmælin hafa verið hvað hörðust í Brussel í Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópuþingsins eru. Þar hafa bændur lokað götum, sprautað mykju á lögreglumenn og grýtt þá. „Bændur í Evrópu eru líkt og íslenskir bændur að mótmæla meðal annars slælegri afkomu og regluverki og auknum innflutningi á dýraafurðum,“ segir Vigdís. Hún segir að þó íslenskir bændur hafi ekki efnt til slíkra aðgerða viti hún ekki hvað geti hugsanlega verið kornið sem fyllir mælinn. Viðkvæmar viðræður varðandi kolefnisskatt á landbúnað standi yfir í Danmörku og fari Ísland að þeirra fordæmi gæti dregið til tíðinda. „ Við erum náttúrlega þekkt fyrir það að líta til nágrannalandanna þegar kemur að slíku regluverki,“ segir Vigdís. Innflutningur matvæla stóraukist Vigdís segir jafnframt stöðu íslenskra bænda hafa verið mjög dapra og markaðshlutdeild innlendra matvæla farið minnkandi. Innflutningur á matvælum erlendis frá hafi aukist til muna. „Hér áður fyrr var markaðshlutdeild á íslensku nautakjöti um áttatíu prósent en er nú komin í kringum 60 til 65 prósent. Þannig að innflutningurinn er að aukast og við þurfum að horfa til þess að það er kannski ekki verið að framleiða matvælin undir sömu starfsskilyrðum og við erum að gera hér,“ segir Vigdís.
Landbúnaður Kjaramál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira