Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2024 22:22 Aðrennslisskurður verður sýnilegasta mannvirkið. Hann verður lagður í gegnum tún jarðarinnar. Einbúavirkjun ehf. Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umhverfi virkjunarsvæðisins í Bárðardal, sem er um sjö kílómetra sunnan við Goðafoss, og sýndar myndir af því hvernig landslagið myndi breytast með virkjun. Það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Í stað stíflu er hugmyndin að steypa þröskuld ofan í árbotninn, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús.Einbúavirkjun ehf. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Fullyrt er að áfram verði tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar var bent á að með aðrennslisskurðinum yrði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, eru helstu andstæðingar þessarar virkjunar. Þau hvetja til þess í umsögn að Skjálfandafljót verði friðað frá upptökum og til ósa og segja Bárðardalshraun hafa mikið verndargildi. Frá svæðinu í Skjálfandafljóti þar sem Einbúavirkjun er áformuð.Arnar Halldórsson Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hafnaði í reynd virkjuninni með því að setja hana ekki inn í nýtt aðalskipulag, sem kynnt var í desember. Þegar athugasemdafresti lauk núna í byrjun febrúar vakti athygli að margir íbúar í nærsveitum, einkum á sveitabæjum í Bárðardal, lýstu stuðningi við virkjunina. Þeir segja meðal annars í umsögnum að virkjunin hafi lítil umhverfisáhrif og muni styðja við samfélagið í sveitinni. Viðhorfskönnun, sem virkjunaraðilinn fékk fyrirtækið Maskínu til að gera, sýnir að Einbúavirkjun nýtur yfirgnæfandi stuðnings meðal íbúa sveitanna í kring. Könnunin var lögð fyrir íbúa í póstnúmerum 607, 641, 645, 650 og 660, 18 ára og eldri, og voru 389 einstaklingar spurðir. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp að Þingeyingar urðu frægir fyrir það árið 1970 þegar þeir sprengdu stíflu í Laxá í Mývatnssveit: „Verkefnið virðist njóta meirihluta stuðnings fólksins í samfélaginu. Það er mikilvægt að sveitarstjórn taki mið af vilja og hagsmunum íbúanna sem raunverulega búa í Þingeyjarsveit og vilja gera það áfram,“ segja Helgi Hallsson og Jóhanna Jónsdóttir, landeigendur að Kálfborgará í Bárðardal, í sinni umsögn. Friðrika Sigurgeirsdóttir á Bjarnarstöðum segir að svo virðist sem að sveitarstjórn sjái ekki fyrir sér neina framtíð fyrir byggð í Bárðardal. Uppbygging Einbúavirkjunar í dalnum gæti orðið lyftistöng, ekki einungis fyrir landeigendur á svæðinu, heldur samfélagið allt. Það sé ekki bara ótryggt rafmagn í Þingeyjarsveit heldur sé orðinn raforkuskortur í öllu landinu en það virðist ekki skipta sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsveit neinu máli. 57 prósent aðspurðra íbúa sögðust jákvæðir gagnvart Einbúavirkjun en 24 prósent sögðust neikvæðir. Byggt er á svörum 389 einstaklinga. Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru, eftir því sem best verður séð, mjög takmörkuð þrátt fyrir að einhverjir hafi miklað fyrir sér og öðrum sjónræn áhrif virkjunarinnar þá bendir flest til þess að þau verði mjög takmörkuð,“ segja Ingvar Ketilsson og Bergljót Þorsteinsdóttir á Halldórsstöðum í Bárðardal. Þetta sé uppbygging sem muni nýtast öllum íbúum Þingeyjarsveitar. „Hér með mótmæli ég því að Einbúavirkjun sé ekki inn á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar,“ segir Ragnar Hallsson á Arndísarstöðum í Bárðardal og telur hana góða fyrir sveitarfélagið og samfélagið. „Mér þykir einnig mikilvægt að landeigendur fái einhverju um það ráðið hvernig þeir ráðstafa eigum sínum, sérstaklega þar sem að það hefur ekkert komið fram sem gefur tilefni til þess að þessi virkjun verði stöðvuð,“ segir Ragnar ennfremur. 62 prósent telja að áhrif Einbúavirkjunar á nærsamfélagið verði góð.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Erlingur Ingvarsson á Sandhaugum segir sorglegt að horfa upp á sveitarstjórn tefja málið endalaust og virðast raunar vera á móti því. „Þetta gera sveitarstjórnarmenn vitandi að þessi virkjun hefur lítil neikvæð umhverfisáhrif. Ekkert lón, engin áhrif á fljótið ofan og neðan virkjunarsvæðisins og rask vegna virkjunarinnar er meira og minna á túnum, raunar munu skurðir og stöðvarhús nær ekkert sjást frá vegi eftir að virkjunin tekur til starfa.“ Bætt raforkuöryggi og atvinnu segir hann fylgja uppbyggingu Einbúavirkjunar og rekstri. „Verðmæti jarðanna eykst, sveitarfélagið fær auknar tekjur og vaktmenn og iðnaðarmenn fá vinnu við rekstur virkjunarinnar,“ segir Erlingur á Sandhaugum. 61 prósent aðspurðra vilja að sveitarstjórn Þingeyjarsveitar setji í Einbúavirkjun inn í skipulagiðGrafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það heyrast einnig raddir úr sveitinni sem fagna því að virkjunin sé ekki inni á aðalskipulagstillögunni. Það á við um eigendur og ábúendur Bólstaðar í Bárðardal. „Undirrituð eru eindregið andsnúin því að ráðist verði í Einbúavirkjun sem og aðrar virkjanir í Skjálfandafljóti,“ segir Ólafur Héðinsson, ábúandi Bólstaðar í umsögn fyrir hönd eigenda. „Óraskað Skjálfandafljót og samspil þess við Bárðardalshraun myndar fágætt náttúruundur á heimsvísu,“ segir Ólafur. Frétt Stöðvar 2 um Einbúavirkjun frá árinu 2020 má sjá hér: Í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019 má heyra bændur í Laxárdal rifja upp hversvegna stíflan í Miðkvísl Laxár var sprengd árið 1970: Þingeyjarsveit Orkumál Skipulag Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Tengdar fréttir Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umhverfi virkjunarsvæðisins í Bárðardal, sem er um sjö kílómetra sunnan við Goðafoss, og sýndar myndir af því hvernig landslagið myndi breytast með virkjun. Það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Í stað stíflu er hugmyndin að steypa þröskuld ofan í árbotninn, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús.Einbúavirkjun ehf. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Fullyrt er að áfram verði tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar var bent á að með aðrennslisskurðinum yrði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, eru helstu andstæðingar þessarar virkjunar. Þau hvetja til þess í umsögn að Skjálfandafljót verði friðað frá upptökum og til ósa og segja Bárðardalshraun hafa mikið verndargildi. Frá svæðinu í Skjálfandafljóti þar sem Einbúavirkjun er áformuð.Arnar Halldórsson Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hafnaði í reynd virkjuninni með því að setja hana ekki inn í nýtt aðalskipulag, sem kynnt var í desember. Þegar athugasemdafresti lauk núna í byrjun febrúar vakti athygli að margir íbúar í nærsveitum, einkum á sveitabæjum í Bárðardal, lýstu stuðningi við virkjunina. Þeir segja meðal annars í umsögnum að virkjunin hafi lítil umhverfisáhrif og muni styðja við samfélagið í sveitinni. Viðhorfskönnun, sem virkjunaraðilinn fékk fyrirtækið Maskínu til að gera, sýnir að Einbúavirkjun nýtur yfirgnæfandi stuðnings meðal íbúa sveitanna í kring. Könnunin var lögð fyrir íbúa í póstnúmerum 607, 641, 645, 650 og 660, 18 ára og eldri, og voru 389 einstaklingar spurðir. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp að Þingeyingar urðu frægir fyrir það árið 1970 þegar þeir sprengdu stíflu í Laxá í Mývatnssveit: „Verkefnið virðist njóta meirihluta stuðnings fólksins í samfélaginu. Það er mikilvægt að sveitarstjórn taki mið af vilja og hagsmunum íbúanna sem raunverulega búa í Þingeyjarsveit og vilja gera það áfram,“ segja Helgi Hallsson og Jóhanna Jónsdóttir, landeigendur að Kálfborgará í Bárðardal, í sinni umsögn. Friðrika Sigurgeirsdóttir á Bjarnarstöðum segir að svo virðist sem að sveitarstjórn sjái ekki fyrir sér neina framtíð fyrir byggð í Bárðardal. Uppbygging Einbúavirkjunar í dalnum gæti orðið lyftistöng, ekki einungis fyrir landeigendur á svæðinu, heldur samfélagið allt. Það sé ekki bara ótryggt rafmagn í Þingeyjarsveit heldur sé orðinn raforkuskortur í öllu landinu en það virðist ekki skipta sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsveit neinu máli. 57 prósent aðspurðra íbúa sögðust jákvæðir gagnvart Einbúavirkjun en 24 prósent sögðust neikvæðir. Byggt er á svörum 389 einstaklinga. Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru, eftir því sem best verður séð, mjög takmörkuð þrátt fyrir að einhverjir hafi miklað fyrir sér og öðrum sjónræn áhrif virkjunarinnar þá bendir flest til þess að þau verði mjög takmörkuð,“ segja Ingvar Ketilsson og Bergljót Þorsteinsdóttir á Halldórsstöðum í Bárðardal. Þetta sé uppbygging sem muni nýtast öllum íbúum Þingeyjarsveitar. „Hér með mótmæli ég því að Einbúavirkjun sé ekki inn á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar,“ segir Ragnar Hallsson á Arndísarstöðum í Bárðardal og telur hana góða fyrir sveitarfélagið og samfélagið. „Mér þykir einnig mikilvægt að landeigendur fái einhverju um það ráðið hvernig þeir ráðstafa eigum sínum, sérstaklega þar sem að það hefur ekkert komið fram sem gefur tilefni til þess að þessi virkjun verði stöðvuð,“ segir Ragnar ennfremur. 62 prósent telja að áhrif Einbúavirkjunar á nærsamfélagið verði góð.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Erlingur Ingvarsson á Sandhaugum segir sorglegt að horfa upp á sveitarstjórn tefja málið endalaust og virðast raunar vera á móti því. „Þetta gera sveitarstjórnarmenn vitandi að þessi virkjun hefur lítil neikvæð umhverfisáhrif. Ekkert lón, engin áhrif á fljótið ofan og neðan virkjunarsvæðisins og rask vegna virkjunarinnar er meira og minna á túnum, raunar munu skurðir og stöðvarhús nær ekkert sjást frá vegi eftir að virkjunin tekur til starfa.“ Bætt raforkuöryggi og atvinnu segir hann fylgja uppbyggingu Einbúavirkjunar og rekstri. „Verðmæti jarðanna eykst, sveitarfélagið fær auknar tekjur og vaktmenn og iðnaðarmenn fá vinnu við rekstur virkjunarinnar,“ segir Erlingur á Sandhaugum. 61 prósent aðspurðra vilja að sveitarstjórn Þingeyjarsveitar setji í Einbúavirkjun inn í skipulagiðGrafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það heyrast einnig raddir úr sveitinni sem fagna því að virkjunin sé ekki inni á aðalskipulagstillögunni. Það á við um eigendur og ábúendur Bólstaðar í Bárðardal. „Undirrituð eru eindregið andsnúin því að ráðist verði í Einbúavirkjun sem og aðrar virkjanir í Skjálfandafljóti,“ segir Ólafur Héðinsson, ábúandi Bólstaðar í umsögn fyrir hönd eigenda. „Óraskað Skjálfandafljót og samspil þess við Bárðardalshraun myndar fágætt náttúruundur á heimsvísu,“ segir Ólafur. Frétt Stöðvar 2 um Einbúavirkjun frá árinu 2020 má sjá hér: Í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019 má heyra bændur í Laxárdal rifja upp hversvegna stíflan í Miðkvísl Laxár var sprengd árið 1970:
Þingeyjarsveit Orkumál Skipulag Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Tengdar fréttir Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Sjá meira
Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57
Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00