Sú besta í heimi segir að HM-titill Spánverja hafi litlu breytt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 07:30 Aitana Bonmati þykir að mati margra vera besta knattspyrnukona heims í dag. Hér er hún í landsleik með Spáni. Getty/Manu Reino Kvennafótboltinn á Spáni hefur ekki grætt neitt á heimsmeistaratitli spænska landsliðsins. Þetta er skoðun Aitana Bonmatí sem var kosin besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024 Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti