Hækkun á gjaldskrám sveitarfélaga ræður mestu um það að minna dróg úr verðbólgunni en vænst hafði verið.
Þá tökum við stöðuna á Reykjanesinu en kvikusöfnun undir Svartsengi heldur stöðugt áfram og bætist um hálf milljón rúmmetra við á hverjum degi. Snörp skjálftahrina reið yfir í nótt.
Einnig fjöllum við um ótrúlegt myndband sem náðist af því þegar rúta fór yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni þannig að lá við stórslysi.
Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um landsleik kvennalandsliðsins sem fram fer í dag og þá heyrum við í Guðjóni Þórðarsyni fyrrverandi knattspyrnuþjálfara sem greindi frá því í morgun að hann hefði greinst með Parkinsons sjúkdóminn í fyrra.