Gaf 100 milljónir undir þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2024 21:06 Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Börnin heita, talið frá vinstri: Vilhjálmur Bjarnason, Rakel Arna Ólafsdóttir, Indíana Gyða Gunnarsdóttir, Arnar Valur Guðmundsson og Þórdís Ella Böðvarsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárstofa, ný þjóðgarðsmiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri hefur verið opnuð formlega en þrír umhverfisráðherrar mættu á staðinn til að opna miðstöðina með aðstoð ungra barna á Kirkjubæjarklaustri. Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu
Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira