Við heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar um þá nýju stöðu sem komin er upp. Hún telur ríkan verkfallsvilja á meðal hópsins.
Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp.
Einnig fjöllum við um mikla þurrkatíð á íslendingaeyjunni Tenerife en stjórnvöld á eyjunni vara við vatnsskorti.
Í íþróttapakka dagsins segjum við frá Degi Sigurðssyni sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Króata í morgun og fjöllum um úrslitin í ensku bikarkeppninni frá því í gær.