Gísli tryggði sigurinn er Evrópumeistararnir höfðu betur í toppslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 21:23 Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að marki Barcelona í leik kvöldsins. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Evrópumeistarar Magdeburg unnu dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Barcelona í toppslag B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, 29-28. Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira