Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 21:50 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Einar Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið þegar Samtök atvinnulífsins hófu að semja við fagfélögin svokölluðu um launaliðinn sem áður hafði náðst samkomulag um. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Okkur þykir mjög leitt ef þau upplifa það sem svo að þeim hafi verið sýnd vanvirðing af því það er svo sannarlega ekki okkar ætlun. Það skiptir máli að það komi fram að launaliðurinn sem snýr að Eflingu hefur svo sannarlega ekki breyst og kostnaðarmat samninganna hefur heldur svo sannarlega ekki breyst,“ segir Sigríður Margrét. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Á mánudag greiða félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, atkvæði um ótímabundið verkfall sem til stendur að hefjist 18. mars en það nær til um níu hundruð starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. „Ræstingin, hún er náttúrulega undirstaða alls. Það er ekki hægt að halda verslunum opnum, það er ekki hægt að vera með fyrirtæki í gangi það er ekki hægt að vera með stofnanir opnar nema að ræst sé. Á mörgum stöðum er það þannig að ef meira en þrír dagar líða á milli þess að það sé ræst þá verður einfaldlega að loka þannig að, já, þetta er svo sannarlega eitt af þessum störfum sem heldur hér öllu gangandi en er þó, sökum þess að þetta eru hefðbundin kvennastörf, höfð neðst í stigveldinu. Þarna er fólkið sem hefur það verst en skiptir á endanum langmestu máli. Ég held að verkfallið muni bíta fast á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Sólveig Anna. Forsvarsmenn Eflingar hafa þegar kannað verkfallsvilja félagsmanna sem starfa við ræstingar en atkvæðagreiðslan á mánudaginn næstkomandi sker vitaskuld endanlega úr um það. Áttatíu prósent félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar hafa sagst reiðubúin að leggja niður störf. „Þetta eru hátt í 80% konur og mikið af innflytjendum. Staða þeirra er merkjanlega mun verri en staða annarra þegar við skoðum til dæmis niðurstöður könnunar Vörðu sem ég hvet reyndar alla til þess að skoða. Bæði eru launakjörin léleg, starfsaðstæðurnar jafnframt mjög erfiðar þannig að SGS og Efling ásamt öðrum í breiðfylkingunni gerðu það strax að sínu markmiði í þessum kjarasamningum að þarna yrði að nást mikill árangur,“ segir Sólveig Anna. Hvað þyrfti til að afstýra verkfalli? „Það sem þarf til er að Samtök atvinnulífsins mæti okkur við samningsborðið með þann ríkulega samningsvilja með sér sem þau hafa sýnt hærri launuðu karlahópunum innan Alþýðusambandsins, við þurfum að ná ásættanlegum og góðum árangri varðandi kjör ræstingafólks og það eru ýmis önnur mál sem þarf að ljúka með góðum árangri,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjósa einnig um verkfall hjá ræstingarfólki Ákveðið var á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness í dag að halda kosningar um hvort ræstingarfólk sem tilheyrir VLFA vilji í verkfall. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að verði verkfall samþykkt geti það líklega hafist 25. mars. 29. febrúar 2024 19:10 Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir. 29. febrúar 2024 18:39 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið þegar Samtök atvinnulífsins hófu að semja við fagfélögin svokölluðu um launaliðinn sem áður hafði náðst samkomulag um. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Okkur þykir mjög leitt ef þau upplifa það sem svo að þeim hafi verið sýnd vanvirðing af því það er svo sannarlega ekki okkar ætlun. Það skiptir máli að það komi fram að launaliðurinn sem snýr að Eflingu hefur svo sannarlega ekki breyst og kostnaðarmat samninganna hefur heldur svo sannarlega ekki breyst,“ segir Sigríður Margrét. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Á mánudag greiða félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, atkvæði um ótímabundið verkfall sem til stendur að hefjist 18. mars en það nær til um níu hundruð starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. „Ræstingin, hún er náttúrulega undirstaða alls. Það er ekki hægt að halda verslunum opnum, það er ekki hægt að vera með fyrirtæki í gangi það er ekki hægt að vera með stofnanir opnar nema að ræst sé. Á mörgum stöðum er það þannig að ef meira en þrír dagar líða á milli þess að það sé ræst þá verður einfaldlega að loka þannig að, já, þetta er svo sannarlega eitt af þessum störfum sem heldur hér öllu gangandi en er þó, sökum þess að þetta eru hefðbundin kvennastörf, höfð neðst í stigveldinu. Þarna er fólkið sem hefur það verst en skiptir á endanum langmestu máli. Ég held að verkfallið muni bíta fast á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Sólveig Anna. Forsvarsmenn Eflingar hafa þegar kannað verkfallsvilja félagsmanna sem starfa við ræstingar en atkvæðagreiðslan á mánudaginn næstkomandi sker vitaskuld endanlega úr um það. Áttatíu prósent félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar hafa sagst reiðubúin að leggja niður störf. „Þetta eru hátt í 80% konur og mikið af innflytjendum. Staða þeirra er merkjanlega mun verri en staða annarra þegar við skoðum til dæmis niðurstöður könnunar Vörðu sem ég hvet reyndar alla til þess að skoða. Bæði eru launakjörin léleg, starfsaðstæðurnar jafnframt mjög erfiðar þannig að SGS og Efling ásamt öðrum í breiðfylkingunni gerðu það strax að sínu markmiði í þessum kjarasamningum að þarna yrði að nást mikill árangur,“ segir Sólveig Anna. Hvað þyrfti til að afstýra verkfalli? „Það sem þarf til er að Samtök atvinnulífsins mæti okkur við samningsborðið með þann ríkulega samningsvilja með sér sem þau hafa sýnt hærri launuðu karlahópunum innan Alþýðusambandsins, við þurfum að ná ásættanlegum og góðum árangri varðandi kjör ræstingafólks og það eru ýmis önnur mál sem þarf að ljúka með góðum árangri,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjósa einnig um verkfall hjá ræstingarfólki Ákveðið var á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness í dag að halda kosningar um hvort ræstingarfólk sem tilheyrir VLFA vilji í verkfall. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að verði verkfall samþykkt geti það líklega hafist 25. mars. 29. febrúar 2024 19:10 Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir. 29. febrúar 2024 18:39 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Kjósa einnig um verkfall hjá ræstingarfólki Ákveðið var á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness í dag að halda kosningar um hvort ræstingarfólk sem tilheyrir VLFA vilji í verkfall. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að verði verkfall samþykkt geti það líklega hafist 25. mars. 29. febrúar 2024 19:10
Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir. 29. febrúar 2024 18:39
Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00