Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 12:03 Hús sem standa á eða við sprungur í Grindavík eru mörg hver sigin, halla og eru skökk. Vísir/Vilhelm Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira