Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2024 11:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Vísir/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28
Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50