Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frábær upphitun“ Aron Guðmundsson skrifar 3. mars 2024 10:00 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta. Vísir Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. „Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira