Fótbolti

Le­verku­sen jók for­skot sitt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Xabi Alonso virðist ætla að takast hið ómögulega.
Xabi Alonso virðist ætla að takast hið ómögulega. Jörg Schüler/Getty Images

Það virðist fátt ætla að getað stöðvað Bayer Leverkusen í að vinna Þýskalandsmeistaratitil karla í knattspyrnu í vor. Liðið lagði Köln 2-0 á útivelli í dag.

Það hjálpaði lærisveinum Xabi Alonso að Jan Thielmann fékk beint rautt spjald snemma leiks og gestirnir því manni fleiri í 76 mínútur. Það nýtti vængbakvörðurinn Jeremie Frimpong sér en hann kom Leverkusen yfir á 38. mínútu eftir undirbúning Patrik Schick.

Það var svo hinn vængbakvörður Leverkusen, Alejandro Grimaldo, sem gerði út um leikinn með marki á 73. mínútu. Lokatölur í Köln 0-2 og gestirnir auka forystu sína á toppi deildarinnar í 10 stig. 

Þegar tíu umferðir eru eftir er Leverkusen með 64 stig á toppi deildarinnar á meðan ríkjandi meistarar í Bayern Munchen eru með 54 stig í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×