Hávaxnasti maður landsins loksins í almennilegu rúmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 20:05 Ragnar Ágúst hefur alltaf átt í miklum vandræðum með að finna sér rúm og dýnu sem hentar lengd hans en nú er það loksins komið hjá honum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi. Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi.
Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira