Ferðatösku Laufeyjar stolið Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 20:43 Þrátt fyrir að hafa lent í töskuþjófnaði komst Laufey til Sviss þar sem hún fékk sér góðan bröns. Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld. Laufey greindi frá stuldinum í Instagram-sögu sinni í dag. Þar segist hún vona að þjófurinn njóti „vintage“ fata og bréfa frá aðdáendum hennar. Síðar í sögunni grínaðist Laufey með að hún væri ekki með nein nærföt en nóg af bröns. Laufey greindi frá þjófnaðinum í Instagram-sögu sinni. Laufey sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu spilaði í Milano á föstudag og hefur ætlað að njóta Ítalíu um helgina áður en hún ferðaðist til Sviss fyrir tónleikana í kvöld. Tónlistarkonan hefur fagnað hverjum stórum áfanganum á fætur öðrum frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, Everything I Know About Love, árið 2022. Í fyrra kom út önnur plata hennar, Bewitched, sem komst á efsta sæti bandaríska jazzlistansog skilaði henni Grammy-verðlaunum fyrir bestu hefðbundnu poppplötu núna í febrúar. Laufey var í gær nýjasti gestur hlaðvarpsins Rocket Hour sem goðsögnin Elton John heldur úti. Þau ræddu þar saman um tónlist hennar sem Elton fór sérstaklega fögrum orðum um tónlist hennar. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ sagði Laufey í hlaðvarpinu en eftir að Bewitched kom út hefur hún verið á nánast linnulausu tónleikaferðalagi. Fyrst fór Laufey og vítt og breitt um Bandaríkin og núna í febrúar hófst Evrópuhluti ferðalagsins. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er uppselt á alla tónleika ferðalagsins, þar á meðal á þrenna tónleika hennar í Eldborg í Hörpu í mars. Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu. Laufey Lín Ítalía Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Laufey greindi frá stuldinum í Instagram-sögu sinni í dag. Þar segist hún vona að þjófurinn njóti „vintage“ fata og bréfa frá aðdáendum hennar. Síðar í sögunni grínaðist Laufey með að hún væri ekki með nein nærföt en nóg af bröns. Laufey greindi frá þjófnaðinum í Instagram-sögu sinni. Laufey sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu spilaði í Milano á föstudag og hefur ætlað að njóta Ítalíu um helgina áður en hún ferðaðist til Sviss fyrir tónleikana í kvöld. Tónlistarkonan hefur fagnað hverjum stórum áfanganum á fætur öðrum frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, Everything I Know About Love, árið 2022. Í fyrra kom út önnur plata hennar, Bewitched, sem komst á efsta sæti bandaríska jazzlistansog skilaði henni Grammy-verðlaunum fyrir bestu hefðbundnu poppplötu núna í febrúar. Laufey var í gær nýjasti gestur hlaðvarpsins Rocket Hour sem goðsögnin Elton John heldur úti. Þau ræddu þar saman um tónlist hennar sem Elton fór sérstaklega fögrum orðum um tónlist hennar. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ sagði Laufey í hlaðvarpinu en eftir að Bewitched kom út hefur hún verið á nánast linnulausu tónleikaferðalagi. Fyrst fór Laufey og vítt og breitt um Bandaríkin og núna í febrúar hófst Evrópuhluti ferðalagsins. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er uppselt á alla tónleika ferðalagsins, þar á meðal á þrenna tónleika hennar í Eldborg í Hörpu í mars. Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu.
Laufey Lín Ítalía Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10
Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32