„Þá verður maður bara að vera mannlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 09:00 Brynjar Björn Gunnarsson hefur fengið það vandasama verkefni að stýra Grindavíkurliðinu þegar bærinn er lokaður og liðið að æfa á mörgum stöðum. Visir/Arnar Grindvíkingar æfa nú víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi sínum fyrir Lengjudeildina í fótbolta í sumar. Þjálfari liðsins segir að oft hafi komið upp atvik síðustu mánuði þar sem hann hafi þurft að vera mannlegur og beygja reglurnar. Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira