Vilja króatíska goðsögn í stað Dags Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 09:31 Ivano Balic í leik á móti íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Japanska handknattleikssambandið virðist hafa fundið þjálfara til að fylla í skarðið sem Dagur Sigurðsson skildi eftir sig þegar hann tók við landsliði Króatíu. Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn. Handbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn.
Handbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira