Faðir Verstappens vill losna við Horner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2024 13:30 Max Verstappen og Christian Horner fagna sigri Red Bull í kappakstrinum í Barein, fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. getty/Clive Rose Faðir Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, vill losna við Christian Horner sem liðsstjóra Red Bull. Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira