Bláa lónið opnað á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 13:08 Starfsstöðvar Bláa lónsins eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa, samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Fimm til átta hundruð manns voru í Bláa lóninu síðdegis á laugardag þegar viðvörunarlúðrar fóru í gang og skilaboð bárust um að rýma skyldi svæðið. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Eftir nokkuð kröfuga skjálftahrinu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir stöðvaðist kvikuhlaupið áður en kvika náði til yfirborðs. Á heimasíðu Bláa lónsins segir að opnunin nái til allra rekstrareininga, þar með talið Bláa Lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu. Ákvörðun um að opna á ný hafi verið tekin í nánu samráði við yfirvöld. Starfstöðvar innan hættusvæðis Á heimasíðunni segir jafnframt að nýr vegkafli við afleggjarann að lóninu sé nú opinn og gestir geti því keyrt hefðbundna leið að því á ný. „Athygli gesta er vakin á því að starfsstöðvar okkar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Veðurstofa Íslands fylgist gaumgæfilega með virkni á svæðinu og framgangi mála og á sú vöktun sér stað allan sólarhringinn. Starfsemi okkar tekur sem fyrr mið af hættumati og ráðleggingum yfirvalda á hverjum tíma,“ segir á vef Bláa lónsins. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að búast megi við því að dragi til tíðinda á ný í vikunni. Kvikuhólfið undir Svartsengi haldi áfram að fyllast og á morgun verði staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir „Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31 Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Fimm til átta hundruð manns voru í Bláa lóninu síðdegis á laugardag þegar viðvörunarlúðrar fóru í gang og skilaboð bárust um að rýma skyldi svæðið. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Eftir nokkuð kröfuga skjálftahrinu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir stöðvaðist kvikuhlaupið áður en kvika náði til yfirborðs. Á heimasíðu Bláa lónsins segir að opnunin nái til allra rekstrareininga, þar með talið Bláa Lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu. Ákvörðun um að opna á ný hafi verið tekin í nánu samráði við yfirvöld. Starfstöðvar innan hættusvæðis Á heimasíðunni segir jafnframt að nýr vegkafli við afleggjarann að lóninu sé nú opinn og gestir geti því keyrt hefðbundna leið að því á ný. „Athygli gesta er vakin á því að starfsstöðvar okkar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Veðurstofa Íslands fylgist gaumgæfilega með virkni á svæðinu og framgangi mála og á sú vöktun sér stað allan sólarhringinn. Starfsemi okkar tekur sem fyrr mið af hættumati og ráðleggingum yfirvalda á hverjum tíma,“ segir á vef Bláa lónsins. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að búast megi við því að dragi til tíðinda á ný í vikunni. Kvikuhólfið undir Svartsengi haldi áfram að fyllast og á morgun verði staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir „Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31 Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 20. janúar 2024 16:31
Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. 20. janúar 2024 21:51